Food & fun
Siggi Hall: „Það hefur verið mikill áhugi á Food & Fun hjá Finnum undanfarin ár“
Eins og greint hefur verið frá þá verður Food and Fun hátíðin haldin í borginni Turku í Finnlandi 1. – 5. október næstkomandi. Hátíðin verður með svipuðu fyrirkomulagi og á Íslandi þar sem fjölmargir þekktir erlendir matreiðslumenn sýna hæfileika sína fyrir finnskum matgæðingum á helstu veitingahúsum í Turku.
Siggi Hall, frumkvöðull og skipuleggjandi Food & Fun á Íslandi ásamt Baldvini Jónssyni, hefur unnið að skipulagningu hátíðarinnar fyrir hönd viðburðafyrirtækisins Main Course sem hefur umsjón með verkefninu í Finnlandi, rétt eins og á Íslandi.
Það hefur verið mikill áhugi á Food & Fun hjá Finnum undanfarin ár. Í fyrra komu um 70 manns frá Finnlandi til Íslands bara til að vera á hátíðinni og útlit fyrir enn frekari fjölgun í ár. Við höfum átt í þó nokkrum samskiptum við Finnana og þau samskipti urðu til þess að þessi hugmynd kom fram, að halda Food & Fun í Turku. Ég var gestakokkur á veitingastað í Turku í fyrrasumar og þá hófust þessar umræður fyrir alvöru. Svo ákváðum við bara að slá til og gera þetta, það var ákveðið núna í apríl eða maí síðastliðnum. Við erum því bara að vinna að því að setja upp hátíð með sömu hugmyndafræði og við höfum beitt hér heima en aðlaga hlutina þó að finnsku umhverfi.
, sagði Siggi Hall í samtali við Bændablaðið, en hægt er að lesa ítarlega umfjöllun um Food & Fun í Finnlandi með því að smella hér. (bls. 32).
Mynd: Bændablaðið
![]()
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn5 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið20 klukkustundir síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn3 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu






