Bocuse d´Or
Hér er framlag íslands í Bocuse d´Or Europe keppninni – Myndir og Vídeó
Eins og kunnugt er þá komst Ísland áfram í undankeppninni Bocuse d’Or Europe sem haldin var dagana 7. og 8. maí s.l. í Stokkhólmi, þar sem Sigurður Helgason keppti fyrir Íslands hönd 8. maí og honum til aðstoðar var Sindri Geir Guðmundsson og lenti í 7. sæti af 20 þátttökuþjóðum sem er glæsilegur árangur.
Það var Tommy Myllymaki frá Svíþjóð sem hreppti fyrsta sætið, en hann starfar á veitingastaðnum Sjon, nánari umfjöllun um verðlaunasætin er hægt að lesa með því að smella hér.
Þau lönd sem kepptu 8. maí voru:
- Austurríki
- Belgía
- Bretland
- Finnland
- Ísland
- Lúxemborg
- Rússland
- Sviss
- Svíþjóð
- Ungverjaland
Meðfylgjandi myndir eru frá keppnisdeginum 8. maí 2014:
Myndir frá fyrri keppnisdeginum er hægt að skoða með því að smella hér.
Í myndbandinu hér að neðan er sýnt brot af því besta á Bocuse d´Or Europe keppninni og má sjá íslenska kjötfatið bregða fyrir (2:56) og Sturla Birgisson dómarar fyrir Íslands hönd (2:58):
Sigurður Helgason keppir á Bocuse d´Or, 27. – 28. janúar 2015 í Lyon í Frakklandi og að sjálfsögðu mun veitingageirinn.is fylgjast vel með og færa ykkur fréttir í máli og myndum.
Myndir: bocusedor-europe.com
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni9 klukkustundir síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Frétt3 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Úrvalslið veitingageirans fagnaði opnun þriggja nýrra veitingastaða á Keflavíkurflugvelli – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð