Vertu memm

Bocuse d´Or

Hér er framlag íslands í Bocuse d´Or Europe keppninni – Myndir og Vídeó

Birting:

þann

Ísland - Kjötréttur

Ísland – Kjötréttur

Finnland - Kjötréttur

Matti Jämsen frá Finnlandi átti besta kjötréttinn, en hann starfar á veitingastaðnum G. W. Sundmans.

Eins og kunnugt er þá komst Ísland áfram í undankeppninni Bocuse d’Or Europe sem haldin var dagana 7. og 8. maí s.l. í Stokkhólmi, þar sem Sigurður Helgason keppti fyrir Íslands hönd 8. maí og honum til aðstoðar var Sindri Geir Guðmundsson og lenti í 7. sæti af 20 þátttökuþjóðum sem er glæsilegur árangur.

Það var Tommy Myllymaki frá Svíþjóð sem hreppti fyrsta sætið, en hann starfar á veitingastaðnum Sjon, nánari umfjöllun um verðlaunasætin er hægt að lesa með því að smella hér.

Þau lönd sem kepptu 8. maí voru:

  • Austurríki
  • Belgía
  • Bretland
  • Finnland
  • Ísland
  • Lúxemborg
  • Rússland
  • Sviss
  • Svíþjóð
  • Ungverjaland

Meðfylgjandi myndir eru frá keppnisdeginum 8. maí 2014:

Svíþjóð - Kjötréttur

1. sæti – Svíþjóð – Tommy Myllymaki, starfar á veitingastaðnum Sjon

 

Myndir frá fyrri keppnisdeginum er hægt að skoða með því að smella hér.

Í myndbandinu hér að neðan er sýnt brot af því besta á Bocuse d´Or Europe keppninni og má sjá íslenska kjötfatið bregða fyrir (2:56) og Sturla Birgisson dómarar fyrir Íslands hönd (2:58):

 

Sigurður Helgason keppir á Bocuse d´Or, 27. – 28. janúar 2015 í Lyon í Frakklandi og að sjálfsögðu mun veitingageirinn.is fylgjast vel með og færa ykkur fréttir í máli og myndum.

 

 

Myndir: bocusedor-europe.com

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið