Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Hótel Bifröst – Kafli 1

Birting:

þann

Hótel Bifröst

Það var klukkan 08:00 að ég lagði af stað heiman frá mér, kom við í Úðafossi til að ná föt í hreinsun og svo lá leiðin upp í Mjódd, en þar parkeraði ég bílnum og steig upp í strætó og ætlaði með honum upp á Bifröst þar sem aðalfundur Klúbbs Matreiðslumeistara skyldi haldinn um helgina. Gísli bílstjóri var á sinum stað og er leið að brottför lokaði hann bílnum og fór með sína mögnuðu kynningu á öryggisþáttum bílsins og toppaði það með að þegar hann settist í bílstjórasætið og ók af stað, að það kom sömu skilaboð á ensku í gegnum hljóðkerfi bílsins.

Ferðin sóttist vel og var ég komin um 11 leitið á Hótel Bifröst, búinn að fá mér sæti í matsalnum, pantaði bensín á kantinn og tók upp úr poka öll dagblöð dagsins sem ég hafði fjárfest í Borgarnesi og tók að lesa mig í gegnum þau þar til hádegismaturinn yrði klár.

Aspassúpa

Aspassúpa

Hótel Bifröst

Lasagna

Lasagna

Hótel BifröstSvo var komið að matnum og á boðstólunum var Aspassúpa og Lasagna með fersku salati og að sjálfsögðu pantaði ég mér það og meira bensín á þennan margumrædda kant, súpan var lapþunn og óspennandi en brauðið með bjargaði því sem þjargað var, þá var ráðist í aðalréttinn og smakkaðist hann alveg fantavel og eiginlega illskiljanlegt að þetta kæmi úr sama eldhúsi og súpan.

Hótel BifröstEftir matinn fór ég upp á herbergi og kom mér fyrir og fleygði mér á rúmið og slakaði vel á.

Síðdegis rölti ég um til að átta mig á staðháttum og kom við í ressanum og fékk áfyllingu og upp á herbergi og tærnar upp í loft fram að kvöldverði, ekki amalegt líf.

Svo var maður farinn að heyra kunnuglegar raddir og var þá kominn tími til að mæta á sviðið og fá sér kvöldverð, heilsaði maður félögum sem komnir voru á svæðið og tekinn var smá púls á tíðindum undanfarinna daga, svo vatt ég mér inn í matsalinn og fékk borð við gluggann og flott útsýni, bensín var komið áður en ég vissi af og þjónninn bauð mér að skoða matseðilinn og byrjaði ég að leita að réttum úr héraði og til allrar guðlukku fann ég það sem mér langaði í.

Í forrétt Grafið Ærfille frá Hundastapa með Klettasalati og sósu, gerð úr skyri frá Erpstöðum

Í forrétt Grafið Ærfille frá Hundastapa með Klettasalati og sósu, gerð úr skyri frá Erpstöðum

Þetta var alveg draumur að borða og gaman að sjá flotta blöndu af staðbundnu hráefni

Í aðalrétt, nautalundir frá Mýrarnauti með frönskum kartöflum og Béarnaisesósu

Í aðalrétt, nautalundir frá Mýrarnauti með frönskum kartöflum og Béarnaisesósu

Kjötið eitt það besta sem ég hef smakkað, kartöflurnar mjög góðar, en sósan var Foyot en ekki Béarnaise, því bragð af kjötkrafti ósaði í gegn, en í heild sinni einfalt en dásamlegt.

Í eftirrétt var gamaldags hnallþóra með ávöxtum, svampbotni og rjóma

Í eftirrétt var gamaldags hnallþóra með ávöxtum, svampbotni og rjóma

Þetta var punkturinn yfir i-ið á draumamáltíð í sveitinni.

Þegar ég var að ljúka við kvöldverðinn voru komnir nokkrir félagar á barinn og settist ég hjá norðanmönnum og átti gott spjall við þá. Svo var kominn háttatími fyrir mig og ætlaði ég að athuga hvort stelpan í lobbýinu væri til í að lesa eina sögu fyrir mig áður en ég sofnaði.

 

/Sverrir

twitter og instagram icon

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið