Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýtt kaffihús opnar að öllum líkindum á Melhaga í Vesturbæ í vor
Ef að líkum lætur verður nýtt kaffihús opnað á Melhaga 20-22 í Vesturbæ Reykjavíkur í vor. Umrætt hús stendur við hlið Sundlaugar Vesturbæjar og er þar rekið apótek sem stendur.
Að sögn Péturs Marteinssonar stendur Sæmundur í sparifötunum ehf., sem m.a. rekur KEX hostel, að baki kaffihúsinu ásamt nokkrum íbúum Vesturbæjar.
Það er búið að gera leigusamning og leggja inn teikningar til byggingarfulltrúa sem samþykkti planið. Nú er verið að vinna í því að fá byggingarleyfi. Ég á von á því að húseigandinn, apótekið, afhendi okkur rýmið í lok apríl. Þá munum við taka okkur 3-4 vikur til að gera kaffihúsið okkar,
segir Pétur í Morgunblaðinu í dag, en apótekið verður áfram með rekstur í hluta hússins.
Mynd: Skjáskot af google korti.
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Keppni5 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun22 klukkustundir síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024