Markaðurinn
Fögnum degi íslensku brauðtertunnar með litlum og ljúffengum brauðtertum
Í tilefni dags íslensku brauðtertunnar er tilvalið að deila uppskrift sem hlýjar hjartanu eins og góð brauðterta á fjölskylduborðinu. Þeir sem ekki geta beðið eftir næsta tilefni til að njóta brauðtertu geta glatt sig með litlum og einstaklega ljúffengum brauðtertum sem auðvelt er að útbúa heima.
Uppskriftin hér fyrir neðan er frá heimasíðunni Gerum daginn girnilegan og hentar fullkomlega til að fagna þessum hátíðisdegi.
Litlar brauðtertur með rækjusalati
Hráefni
8 stk fínar samlokubrauðsneiðar
500 g stórar rækjur
4 stk harðsoðin egg
4 msk (kúfaðar) Heinz Seriously Good Mayonnaise + meira til að smyrja
½ stk safi úr sítrónu
½ stk agúrka, skorin í þunnar sneiðar lagnsum
ferskt dill
gul paprika söxuð
Leiðbeiningar
1 – Sjóðið eggin og kælið. Skerið skorpuna af brauðinu.
2 – Þýðið rækjurnar og pressið mesta vökvann úr þeim á eldhúspappír.
3 – Saxið rækjurnar smátt og setjið í skál. Skiljið smá eftir fyrir skraut.
4 – Setjið majónes, sítrónusafa og krydd saman við og hrærið.
5 – Takið eina brauðsneið og setjið á bretti eða disk. Setjið rækjusalat ofan á og leggið aðra brauðsneið ofan á. Þegar fjórða sneiðin hefur verið lögð á, smyrjið þá terturnar að utan með majónesinu.
6 – Skerið agúrku í sneiðar og raðið utan um brauðterturnar. Annars er hægt að skreyta þær með hverju sem ykkur dettur í hug. Ég notaði agúrkur, saxaðar rækjur, ferskt dill og saxaða gula papriku.
Myndir: gerumdaginngirnilegan.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn2 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni4 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays







