Markaðurinn
Veitingarýni: Chili Cheese vegan kjúklingastangirnar komu skemmtilega á óvart

Djúpsteiktar Chili Cheese vegan kjúklingastangir, framreiddar með grænmeti, sætri kartöflu og rjómakenndri fyllingu sem bráðnar við eldun.
Grænmetisréttir eru ekki lengur aðeins fyrir þá sem sneiða alfarið hjá dýraafurðum. Þeir eru orðnir fullgildur hluti af nútíma matarmenningu og þegar framleiðendur leggja metnað í bragð og áferð, þá er útkoman oft betri en margur býst við.
Heildsalan Bamberg ehf. býður nú upp á glæsilega vegan vörulínu frá þýska fyrirtækinu Endori. Nýjustu vegan kjúklingastangirnar þeirra í Chili Cheese stíl sýna vel hversu langt grænmetisvörur eru komnar.
Við fyrstu sýn minna stangirnar helst á amerískar mozzarella-stangir, en við fyrsta bita finnst fljótt að hér er um meira að ræða. Þær eru stökkar að utan, mjúkar og safaríkar að innan og haldast vel saman án þess að verða þéttar eða gúmmíkenndar.
Ég prófaði nokkrar matreiðsluaðferðir. Í Air Fryer verður yfirborðið gullbrúnt og fullkomlega stökkt. Á pönnu með smá olíuskvettu fæst svipuð áferð, en í ofni verða þær mildari og minna olíukenndar. Ég prófaði einnig að djúpsteikja og voru þær engu síðri en í Air Fryer. Að mínu mati fæst besta útkoman með því að nota Air Fryer.
Chili Cheese með salsasósu féll í góðan jarðveg hjá táningnum
Með þessu hafði ég gljáðan rauðlauk sem ég eldaði með avókadó olíu og eplaediki, ferska kirsuberjatómata, gúrku, spergil-, og blómkál, spínat, portopellosveppi og sætar kartöflur. Gaf táningnum á heimilinu Chili Cheese með salsasósu sem hann var hæstánægður með þrátt fyrir að vera ekki vegan.
Bragðið kemur mjög á óvart. Þar sem margar vegan vörur reyna að fela bragð plöntupróteins undir miklu kryddi, hefur Endori fundið skemmtilegt jafnvægi.
Fyllingin er búin til með Violife vegan „osti“, sem bráðnar lítillega við eldun og gefur mildan, rjómakenndan grunn. Chilið lætur til sín taka, en án þess að yfirgnæfa. Það kveikir aðeins á bragðlaukum, skilur eftir léttan hita og hverfur svo í jafnvægi við ostinn og stökka hjúpinn.

Chili Cheese vegan kjúklingastangir eldaðar í Air Fryer, gullbrúnar, stökkar og fullkomlega bakaðar að utan.
Þetta er réttur sem rífur aðeins í, en passlega
Stangirnar henta jafnt sem snarl, forréttur eða hluti af stærri máltíð. Þær passa einstaklega vel með léttri jógúrtdressingu, chilí-sósu eða einfaldlega fersku salati.
Þetta eru stangir sem henta bæði fagfólki í eldhúsi sem og þeim sem vilja góða vöru til að bera fram án mikillar fyrirhafnar.
Þær eru crunchy, bragðgóðar og vel kryddaðar, með chili sem bætir dýpt við án þess að stela senunni.
Endori Chili Cheese Chicken Sticks eru sönnun þess að vegan matur getur bæði verið bragðgóður og spennandi, jafnvel fyrir þá sem ekki eru vegan.
Þessi veitingarýni er unnin í samstarfi við Heildsöluna Bamberg ehf en byggir alfarið á minni eigin upplifun.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn3 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað






