Viðtöl, örfréttir & frumraun
Kokkar deyja ekki ráðalausir
Í gær var haldin grillveisla hjá Icelandair Technical Service (ITS) en hjá fyrirtækinu starfa um 300 manns. Þegar allir vilja fá nýgrillaðan BBQ smurðan burger með osti í hádeginu þá var Hjörleifur Árnason fenginn í verkið, en hann er matreiðslumaður að mennt og starfar nú hjá ITS í varahluta- og innkaupadeild.
„Eins og þú veist var leiðindaveður í gær, rigning og rok en það stoppar ekki kallinn, setti bara upp súrefnisgrímu og hélt áfram. Þegar reykurinn var orðinn svo mikill að við sáum ekki grillið settum við bara upp stóru grímurnar og héldum áfram. Þetta er alveg eins og í flugvélabransanum, the show must go on, vél á jörðinni er tapaður peningur“, sagði Hjörleifur hress í samtali við freisting.is og er rétt að taka fram að allar þessar grímur voru á leiðinni í ruslið sökum aldurs.
Til gamans má geta að þeir félagar Ottó Magnússon og Hjörleifur Árnason tóku þátt í heimsmeistaramóti í klakaskurði sem haldið var 26. – 28. febrúar síðastliðinn í Fairbanks í Alaska, en hægt er að lesa fréttir, myndir ofl. um mótið hér.
Myndir: Þorsteinn Kristjánsson
/Smári
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn1 dagur síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Markaðurinn4 klukkustundir síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins





