Vín, drykkir og keppni
Skemmtilegir Negroni drykkir og rauður blær í kvöld
Í tilefni Negroni Week standa Gundars Eglitis, Brand Ambassador fyrir Marberg, og teymið á Jungle bar fyrir líflegum Negroni-viðburði í kvöld, fimmtudaginn 25. september. Viðburðurinn ber heitið „An Evening in Red“ og hefur verið í undirbúningi allt frá byrjun sumars, þannig að gestir geta átt von á fjölbreyttum og spennandi Negroni-drykkjum.
Eins og nafnið gefur til kynna verður rauði liturinn í forgrunni kvöldsins. Hann verður til heiðurs í drykkjunum sjálfum og allir sem mæta í einhverju rauðu fá glaðning frá Marberg á meðan birgðir endast.
Viðburðurinn hefst klukkan 20.00 á Jungle bar. Marberg, Jungle bar og Drykkur heildsali bjóða fagfólk úr bransanum og alla áhugasama hjartanlega velkomna í þetta líflega og skemmtilega kvöld.
Skráning og frekari upplýsingar má finna á facebook viðburðinum hér.
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni5 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn17 klukkustundir síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn17 klukkustundir síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn5 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup






