Markaðurinn
Litlar og ljómandi góðar burrata kúlur
Burrata hefur verið einn vinsælasti ostur á veitingahúsum landsins síðustu misseri en um er að ræða ferska mozzarellakúlu með mildri rjómaostafyllingu.
Framleiðsluhefðin á rætur að rekja til Ítalíu og með góðri hjálp frá ítölskum ostameisturum og nýjustu tækni getum við boðið upp á íslenskan mozzarella sem ostaunnendur og matgæðingar ættu ekki að láta fram hjá sér fara.
Með aukinni eftirspurn höfum við nú svarað kalli þeirra fjölmörgu viðskiptavina sem hafa óskað eftir minni kúlum og bjóðum við nú upp dós með tveimur litlum 50 g kúlum.
Burrata er dásamlegur ofan á pizzur og smakkast einstaklega vel með pestó og fíkjum og þá henta litlu kúlurnar einstaklega vel í forrétti og smárétti, með salatinu og góðu brauði.
Við hlökkum til að kynna þessa bragðgóðu nýjung fyrir landsmönnum og hvetjum forvitna til að sækja innblástur á uppskriftasíðu MS, www.gottimatinn.is
Skoða vöruna nánar á www.ms.is
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn4 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun11 klukkustundir síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Markaðurinn2 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Kokkalandsliðið12 klukkustundir síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun12 klukkustundir síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn3 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu







