Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

500 manna skötuveisla – Safnaðist tæp 8 milljónir – Myndir

Birting:

þann

Vel heppnuð 500 manna skötuveisla - Safnaðist tæp 8 milljónir

„Við erum 500 manns sem gengum glöð í bragði af Skötumessunni út í júlínóttina eftir ótrúlegt kvöld.“

Skrifar Ásmundur Friðriksson þingmaður og einn af skipuleggjendum á facebook, en hin árlega Skötumessa var haldin í Gerðaskóla Garði 19. júlí sl.

Veisluþjónusta

Boðið var upp á skötu, saltfisk, plokkfisk, hamsatólg og margt fleira.

Vel heppnuð 500 manna skötuveisla - Safnaðist tæp 8 milljónir

Kokkar kvöldsins, f.v. Theodór, Ása Hrönn yfirskötukokkur, Sævar Þorkell, Ævar Ingi, Sigríður og Guðlaugur Helgi.

Ágóði af sölu, sem var 7.720.000, fór í eftirfarandi styrki:

Samhjálp, Björgin, Nes, Miðstöð Símenntunar, Víðir svo fátt eitt sé nefnt. Á skemmtidagskrá Skötukvöldsins komu fram; Davíð og Óskar, Páll Rúnar Pálsson, Jón Ragnar Ríkharðsson, Guðni Einarsson ræðumaður, Simmi,- Unnur og hljómsveit, Gospelkór Fíladelfíu.

Vel heppnuð 500 manna skötuveisla - Safnaðist tæp 8 milljónir

Alls fór um 180 kíló af kæstri skötu, 50 kíló af saltfiski og 40 kíló af plokkfiski, ásamt tólg, rúgbrauði, kartöflum, rófum og smjöri. Það er mbl.is sem greindi fyrst frá.

Myndir: Ásmundur Friðriksson

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið