Viðtöl, örfréttir & frumraun
500 manna skötuveisla – Safnaðist tæp 8 milljónir – Myndir
„Við erum 500 manns sem gengum glöð í bragði af Skötumessunni út í júlínóttina eftir ótrúlegt kvöld.“
Skrifar Ásmundur Friðriksson þingmaður og einn af skipuleggjendum á facebook, en hin árlega Skötumessa var haldin í Gerðaskóla Garði 19. júlí sl.
Boðið var upp á skötu, saltfisk, plokkfisk, hamsatólg og margt fleira.
Ágóði af sölu, sem var 7.720.000, fór í eftirfarandi styrki:
Samhjálp, Björgin, Nes, Miðstöð Símenntunar, Víðir svo fátt eitt sé nefnt. Á skemmtidagskrá Skötukvöldsins komu fram; Davíð og Óskar, Páll Rúnar Pálsson, Jón Ragnar Ríkharðsson, Guðni Einarsson ræðumaður, Simmi,- Unnur og hljómsveit, Gospelkór Fíladelfíu.
Alls fór um 180 kíló af kæstri skötu, 50 kíló af saltfiski og 40 kíló af plokkfiski, ásamt tólg, rúgbrauði, kartöflum, rófum og smjöri. Það er mbl.is sem greindi fyrst frá.
Myndir: Ásmundur Friðriksson
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Meistaradagurinn í Hótel- og matvælaskólanum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni16 klukkustundir síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni19 klukkustundir síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu