Viðtöl, örfréttir & frumraun
500 manna skötuveisla – Safnaðist tæp 8 milljónir – Myndir
„Við erum 500 manns sem gengum glöð í bragði af Skötumessunni út í júlínóttina eftir ótrúlegt kvöld.“
Skrifar Ásmundur Friðriksson þingmaður og einn af skipuleggjendum á facebook, en hin árlega Skötumessa var haldin í Gerðaskóla Garði 19. júlí sl.
Boðið var upp á skötu, saltfisk, plokkfisk, hamsatólg og margt fleira.

Kokkar kvöldsins, f.v. Theodór, Ása Hrönn yfirskötukokkur, Sævar Þorkell, Ævar Ingi, Sigríður og Guðlaugur Helgi.
Ágóði af sölu, sem var 7.720.000, fór í eftirfarandi styrki:
Samhjálp, Björgin, Nes, Miðstöð Símenntunar, Víðir svo fátt eitt sé nefnt. Á skemmtidagskrá Skötukvöldsins komu fram; Davíð og Óskar, Páll Rúnar Pálsson, Jón Ragnar Ríkharðsson, Guðni Einarsson ræðumaður, Simmi,- Unnur og hljómsveit, Gospelkór Fíladelfíu.
Alls fór um 180 kíló af kæstri skötu, 50 kíló af saltfiski og 40 kíló af plokkfiski, ásamt tólg, rúgbrauði, kartöflum, rófum og smjöri. Það er mbl.is sem greindi fyrst frá.
Myndir: Ásmundur Friðriksson

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni4 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt3 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Panera Bread lokar tveimur bakaríum í Kaliforníu og segir upp 350 starfsmönnum
-
Markaðurinn1 dagur síðan
90 cm gaseldavél til sölu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Lykill að starfsánægju: Hvernig forðumst við kulnun og eflum lífskraftinn?