Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

3D prentuð vegan steik verður fáanleg á veitinghúsum innan skamms

Birting:

þann

3D prentuð vegan steik

Þetta virðist vera árið sem ætlar að marka nýtt upphaf á ýmsum vettvöngum. Nú erum við að sjá fyrstu 3D prentuðu vegan steikina sem er komin til að vera.

Fyrirtæki nokkurt í Ísrael, Rehovot, á heiðurinn að fyrstu vegan steikinni sem fer í gegnum þrívíddarprentarann. Steikin lítur alveg út eins og alvöru steik og þá vantar heldur ekkert upp á bragðið, því tæknin er orðin það stórkostleg, að því er fram kemur á mbl.is sem fjallar nánar um þrívíddarprentarann hér.

Samkvæmt tilkynningu frá Rehovot þá má vænta að 3D prentuð vegan steik verður fáanleg á veitinghúsum innan skamms

Samkvæmt tilkynningu frá Rehovot þá má vænta að 3D prentuð vegan steik verður fáanleg á veitinghúsum innan skamms

Steikin er framleidd úr soja-, og baunapróteinum, kókosfitu og sólblómaolíu ásamt náttúrulegum litar-, og bragðefnum. Við sjáum einnig vöðvalínurnar í steikinni sem er rík af próteinum og inniheldur ekkert kólestról.

Myndband

Myndir: skjáskot úr myndbandi

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið