Markaðurinn
Vel heppnuð Barilla kynning
Þann 15.október síðastliðinn hélt Sláturfélag Suðurlands í samstarfi við einn fremsta pastaframleiðanda í heimi, Barilla, kynningu á vörum og þjónustu fyrirtækisins. Viðburðurinn var haldinn í Menntaskólanum í Kópavogi þar sem glæsileg aðstaða Hótel og matvælaskólans er til húsa.
Kynningin var vel sótt af fagaðilum úr mörgum af fremstu eldhúsum landsins. Eleonora Allegri, svæðissölustjóri Barilla hélt stutta kynningu á vöruframboði Barilla. Í framhaldi af því skellti fólk sér í kennslueldhúsið. Þar var öllum skipt upp í hópa þar sem útbúnir voru mismunandi réttir undir dyggri leiðsögn Marcello Zaccaria, matreiðslumeistara Barilla Academia. Notast var við ýmsar tegundir af Selezione Oro pasta sem er sérstaklega ætlað þar sem gæði skipta miklu máli.
Selezione Oro pasta fær sérmeðferð í vali á hráefni, pressun og þurrkun sem gerir það að verkum að pastað þolir mun betur t.d tvísuðu og þykkar sósur. Áhersla var lögð á Tómat&Basil sósu og Pestó Genovese og Pesto Rosso sem Barilla framleiðir úr sinni eigin uppskeru. Eftir eldamennskuna smakkaði fólk á öllum réttum og sá besti var valinn. Allir voru leystir út með gjöfum og héldu ánægðir heim á leið.
Smellið hér til að skoða vörulista Barilla fyrir stóreldhús.
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni3 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Markaðurinn5 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini










