Vertu memm

Kristinn Frímann Jakobsson

Serrano opnar á föstudaginn við Ráðhústorgið á Akureyri

Birting:

þann

Hér mun staðurinn vera við Ráðhústorg 7, þar áður var tískuvöruverslunin Didda Nóa

Hér mun staðurinn vera við Ráðhústorg 7, þar áður var tískuvöruverslunin Didda Nóa

Föstudaginn næstkomandi þann 26. júlí nánar tiltekið opnar Serrano við Ráðhústorgið á Akureyri.  Stefnt er að því að opna staðinn kl 11:00 að staðartíma, og fyrstu vikuna verða „frábær opnunartilboð“ í gangi samkvæmt facebooksíðu staðarins.

Fyrsti Serrano staðurinn var opnaður í Kringlunni árið 2002 og ef blaðamanni reiknast rétt til þá er staðurinn á Akureyri sá áttundi í röðinni. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig þessi ágæti staður á eftir að koma sér fyrir í fjölbreyttri flóru veitingastaða hér.

Mynd: Kristinn
Texti: Magnús

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið