Vertu memm

Keppni

Wiktor Pálsson hreppti 2. sætið í Ungkokkur Norðurlanda

Birting:

þann

Wiktor Pálsson - Ungkokkar - Matreiðslumaður Norðurlanda 2019

Wiktor Pálsson ásamt aðstoðarmanni í keppninni

Nú um helgina var Norðurlandaþing matreiðslumeistara haldið í Hörpu.  Hingað til lands kom fjöldinn allur af matreiðslumönnum frá öllum Norðurlöndunum, bæði til að ræða hin ýmsu mál matreiðslunnar og taka þátt í keppnum á vegum félagsins.

Ráðstefnugestir tóku þátt í áhugaverðum fyrirlestrum þar sem konur í veitingageirunum voru áberandi. Frú Elíza Reid forsetafrú tók þátt í pallborðsumræðum ásamt matreiðslukonum frá öllum Norðurlöndunum. Er það samdóma álit gesta að ráðstefnan hafi verið sérlega vel heppnuð í ár, í glæsilegum húsakynnum Hörpunnar.

Wiktor Pálsson - Ungkokkar - Matreiðslumaður Norðurlanda 2019

Dómarar að störfum

Öll aðstaða var til fyrirmyndar og er samstarfsaðilum (Electrolux, Fastus, Figgjo, Ecolab, Duni, Sterling, Unilever Food Solutions, Segers) þakkaður stuðningurinn.

Samhliða ráðstefnunni fóru fram keppnir um framreiðslumann Norðurlanda, ungkokk Norðurlanda og matreiðslumann Norðurlanda.  Keppnin var æsispennandi og mátti varla á milli sjá eða bragða hver myndi sigra. Úrslitin voru kynnt í Norðurljósa sal Hörpunar nú á 8. tímanum í kvöld við mikinn fögnuð.

Wiktor Pálsson - Ungkokkar - Matreiðslumaður Norðurlanda 2019

Úrslitin voru eftirfarandi:

  • Matreiðslumaður Norðurlanda 2019 er  Henric Herbertsson frá Svíþjóð
  • Ungkokkur Norðurlanda er Aron Espeland frá Noregi
  • Framreiðslumaður Norðurlanda er Nicolai Martens frá Danmörku

Efstu þrjú sætin í Matreiðslumaður Norðurlanda raðast sem hér segir:

1. sæti – Henric Herbertsson frá Svíþjóð

2. sæti – Kjell Patrick Örmen Johnsen frá Noregi

3. sæti – Niko Suomalainen frá Finnlandi

Allir keppendur í úrslitum sem kepptu um titilinn Matreiðslumaður Norðurlanda 2019:

  • Garðar Kári Garðarsson – Ísland
  • Niko Suomalainen – Finnland
  • Kjell Patrrick Johnsen – Noregur
  • Henric Herbertsson – Svíðþjóð
  • Jesper Dams Hansen – Danmörk

Efstu þrjú sætin í Ungkokkur Norðurlanda raðast sem hér segir:

1. sæti – Aron Espeland frá Noregi

2. sæti – Wiktor Pálsson frá Íslandi

3. sæti – Casper Correll frá Danmörku

Allir keppendur í úrslitum sem kepptu um titilinn Ungkokkur Norðurlanda 2019.

  • Wiktor Pálsson – Ísland
  • Niall Larjala – Finnland
  • Aron Espeland – Noregur
  • Anton Roos – Svíðþjóð
  • Casper Correll – Danmörk

Efstu þrjú sætin í Framreiðslumaður Norðurlanda raðast sem hér segir:

1. sæti – Nikolai Martens frá Danmörku

2. sæti – Kristoffer Aga frá Noregi

3. sæti – Noora Sipilä frá Finnlandi

Allir keppendur í úrslitum sem kepptu um titilinn Framreiðslumaður Norðurlanda 2019.

  • Hilmar Örn – Ísland
  • Noora Sipilä – Finnland
  • Kristoffer Aga – Noregur
  • Nikolai Martens – Danmörk

Myndir: Árni Þór Arnórsson

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið