Viðtöl, örfréttir & frumraun
Wallpaper mælir með Eiriksson Brasserie

EIRIKSSON BRASSERIE er vel vandaður og fallegur veitingastaður, í endurhönnuðu húsnæði sem flestir landsmenn þekkja vel – fyrrum Landsbanka Íslands við Laugaveg 77
Hið virta hönnunartímaritið Wallpaper frá Englandi birtir skemmtilega umfjöllun á vef sínum um veitingastaðinn Eiriksson Brasserie, sem staðsettur er við Laugaveg 77.
Wallpaper fjallar meðal annars um list, hönnun, skemmtun, tísku, ferðalög um allan heim.
Nú nýlega kom blaðamaður frá tímaritinu og tók út staðinn Eiriksson Brasserie. Hann hefur greinilega verið mjög ánægður með alla umgjörðina og mælir sérstaklega með réttinum túnfiskstartar með límónu og lárperu. Einnig fær einkaherbergið í hvelfingunni sérstaka athygli í umfjölluninni, en herbergið tekur allt að 16 manns í sæti.

Glæsilegur vínkjallari hússins, staðsettur í gömlu peningageymslunum skapar óviðjafnanlega stemningu. Þar er að finna fágætt safn vína sem samanstendur af um 4000 flöskum sem margar hverjar eru ófáanlega á almennum markaði. Í peningageymslunum er einkaherbergi sem hægt er að panta og þar er dekrað við gesti í mat og drykk.
Matseðillinn á Eiriksson Brasserie er í evrópskum stíl en með sérstakri áherslu á ítalskri matargerð.
Umfjöllunina er hægt að lesa í heild sinni með því að smella hér.
Mynd: facebook / Eiriksson Brasserie
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn5 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays
-
Frétt5 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Keppni3 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir






