Frétt
Völli með íslenska matarveislu í Rock Star: Supernova
Matreiðslumaðurinn Völundur Snær Völundarson er nú á leiðinni til Los Angeles í Bandaríkjunum þar sem hann mun hitta Magna Ásgeirsson og félaga hans í raunveruleikaþættinum Rock Star: Supernova. Tilgangurinn með ferðinni er að elda alvöru íslenskan mat handa rokkurunum í dag þegar þátturinn verður tekin upp.
„Ég á að reiða fram íslenska veislu fyrir Magna og félaga,“
segir Völundur þegar fréttavefur Morgunblaðsins náði tali af honum. Hann bætir því við að ákvörðunin um þetta hafi verið tekin hratt, en hann var á leiðinni út á land að steggja félaga sinn þegar honum var skyndilega snúið við.
Völundur tekur mikið af hráefnum með sér út en félagar hans í matreiðslugeiranum í Bandaríkjunum munu aðstoða hann með þau hráefni sem upp á vantar.
„Ég komst að því að Magni er farinn að sakna grænu baunanna mjög mikið, þannig að ég tók með mér grænar baunir. Svo er maður náttúrulega með skyr, lambakjöt o.fl.“
segir Völundur.
Aðspurður segir Völundur hugmyndina hafa komið frá Ferðamálaráði Íslands í Bandaríkjunum (Icelandic Tourist Board – North America). Hann segir ekkert öruggt hvað varðar að sjálf veislan og grænu baunirnar muni sjást í sjónvarpinu. Þau vildu sýna stuðning og senda kokk á staðinn. Það þýðir ekkert minna þegar kóngurinn er kominn í lokaþáttinn, segir hann.
Mynd: aðsend

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 klukkustundir síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Frétt5 dagar síðan
Viðvörun til neytenda: Framleiðslugalli í baunasúpugrunni
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu