Frétt
Völli með íslenska matarveislu í Rock Star: Supernova
Matreiðslumaðurinn Völundur Snær Völundarson er nú á leiðinni til Los Angeles í Bandaríkjunum þar sem hann mun hitta Magna Ásgeirsson og félaga hans í raunveruleikaþættinum Rock Star: Supernova. Tilgangurinn með ferðinni er að elda alvöru íslenskan mat handa rokkurunum í dag þegar þátturinn verður tekin upp.
„Ég á að reiða fram íslenska veislu fyrir Magna og félaga,“
segir Völundur þegar fréttavefur Morgunblaðsins náði tali af honum. Hann bætir því við að ákvörðunin um þetta hafi verið tekin hratt, en hann var á leiðinni út á land að steggja félaga sinn þegar honum var skyndilega snúið við.
Völundur tekur mikið af hráefnum með sér út en félagar hans í matreiðslugeiranum í Bandaríkjunum munu aðstoða hann með þau hráefni sem upp á vantar.
„Ég komst að því að Magni er farinn að sakna grænu baunanna mjög mikið, þannig að ég tók með mér grænar baunir. Svo er maður náttúrulega með skyr, lambakjöt o.fl.“
segir Völundur.
Aðspurður segir Völundur hugmyndina hafa komið frá Ferðamálaráði Íslands í Bandaríkjunum (Icelandic Tourist Board – North America). Hann segir ekkert öruggt hvað varðar að sjálf veislan og grænu baunirnar muni sjást í sjónvarpinu. Þau vildu sýna stuðning og senda kokk á staðinn. Það þýðir ekkert minna þegar kóngurinn er kominn í lokaþáttinn, segir hann.
Mynd: aðsend
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt4 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt4 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína