Frétt
Völli á meðal Hollywood kvikmyndastjarna
Völundur Snær Völundarsson eða Völli Snæ eins og hann er kallaður, stendur í stórræðum þessa dagana og nóg að snúast. Fréttastofa hafði samband við hann og forvitnaðist aðeins um kappann. Sæll og blessaður Völli… blessaður Smári. Hvað segirðu, hvað er að frétta af þér? „Ég vil byrja á því að segja að þetta er Cool look á nýju siðunni hjá ykkur. Annars er allt gott að frétta af mér. Seasonið að byrja hjá mér núna. Núna er verið ad taka upp „Pirates of the Caribbean II. og III.“ hérna á eyjunni hjá mér. 600 manna crew i kringum það og nóg að gera, ég kem ekkert nálægt því nema að fá fólk og gesti í mat til mín, en flestir eru á hótelunum hérna við hliðin á staðnum.
Ég tók þá i 3 dinnerum um helgina, en Mr. Kerzner var 70 ára um helgina en hann er eigandinn af Atlantis a Nassau sem er önnur eyja hérna fyrir neðan eyjuna freeport sem ég bý á. Ég var að elda með Jean George, Norman VanAken og Charlie Trotter. Réttirnir okkar voru „Skate Wing Terrine with Razor Clam & Osetra Caviar Vinaigrette“ og „Braised Kobe Short Ribs with Porcini Mushroom Sauce & Tiny Turnip Confit“
Meðal gesta voru: Usher, Ice Cube, Ashanti, Stevie Wonder, Mario, Denzell Washington, Chaka Khan, Lionel Richie, Evander Holyfield ofl.
Við þökkum Völla fyrir að veita okkur þetta viðtal og óskum honum góðri velgengni við að elda fyrir „Pirates of the Caribbean“ crew-ið ofl. !
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt7 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun5 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF
-
Frétt23 klukkustundir síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is