Markaðurinn
Vitamix Ísland styður við Hótel- og Matvælaskólann í Kópavogi
Vitamix Ísland og Hótel-og Matvælaskólinn í Kópavogi skrifuðu á dögunum undir samstarfssamning þar sem Vitamix blandarar verða hluti af þeim búnaði sem er notaður við kennslu í skólanum.
Tilgangur samstarfsins er að styðja við og auðvelda nemendum skólans að öðlast verklega reynslu og þekkingu í iðnnámi á sviði matvælagreina og stuðla að samstarfi á milli skóla og atvinnulífs.
Vitamix er eitt af þekktustu vörumerkjunum í heimi matargerðar og hefur unnið sér sess sem lykiltæki í eldhúsum margra af fremstu matreiðslumanna heims.
Vitamix blandarar eru þekktir fyrir áreiðanleika sinn og kraft, sem gerir þá að ómetanlegu verkfæri fyrir allskyns uppskriftir. Hvort sem um ræðir að búa til silkimjúkar sósur, fullkomnar blöndur eða jafnvel rjómalagaðar súpur, þá tryggir Vitamix áreiðanlega og góða útkomu
Með þessu samstarfi fær Hótel- og Matvælaskólinn tækifæri til bjóða upp á gæða tækjabúnað í kennslu sinni, sem undirstrikar stefnu skólans að bjóða upp á besta mögulega námsumhverfi fyrir nemendur sína. Nemendur munu njóta góðs af því að læra á tæki sem eru notuð af fagfólki um allan heim, sem undirbýr þá enn frekar fyrir framtíðarstörf í matvælaiðnaðinum.
Þetta samstarf er frábært skref í að tengja námsumhverfið við raunverulegar aðstæður atvinnulífsins.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn1 dagur síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn4 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn9 klukkustundir síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?






