Markaðurinn
Vitamix Ísland styður við Hótel- og Matvælaskólann í Kópavogi
Vitamix Ísland og Hótel-og Matvælaskólinn í Kópavogi skrifuðu á dögunum undir samstarfssamning þar sem Vitamix blandarar verða hluti af þeim búnaði sem er notaður við kennslu í skólanum.
Tilgangur samstarfsins er að styðja við og auðvelda nemendum skólans að öðlast verklega reynslu og þekkingu í iðnnámi á sviði matvælagreina og stuðla að samstarfi á milli skóla og atvinnulífs.
Vitamix er eitt af þekktustu vörumerkjunum í heimi matargerðar og hefur unnið sér sess sem lykiltæki í eldhúsum margra af fremstu matreiðslumanna heims.
Vitamix blandarar eru þekktir fyrir áreiðanleika sinn og kraft, sem gerir þá að ómetanlegu verkfæri fyrir allskyns uppskriftir. Hvort sem um ræðir að búa til silkimjúkar sósur, fullkomnar blöndur eða jafnvel rjómalagaðar súpur, þá tryggir Vitamix áreiðanlega og góða útkomu
Með þessu samstarfi fær Hótel- og Matvælaskólinn tækifæri til bjóða upp á gæða tækjabúnað í kennslu sinni, sem undirstrikar stefnu skólans að bjóða upp á besta mögulega námsumhverfi fyrir nemendur sína. Nemendur munu njóta góðs af því að læra á tæki sem eru notuð af fagfólki um allan heim, sem undirbýr þá enn frekar fyrir framtíðarstörf í matvælaiðnaðinum.
Þetta samstarf er frábært skref í að tengja námsumhverfið við raunverulegar aðstæður atvinnulífsins.
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn Brixton opnar formlega
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar yfir jól og áramót 2024
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn8 klukkustundir síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa