Markaðurinn
Vitamix Ísland styður við Hótel- og Matvælaskólann í Kópavogi
Vitamix Ísland og Hótel-og Matvælaskólinn í Kópavogi skrifuðu á dögunum undir samstarfssamning þar sem Vitamix blandarar verða hluti af þeim búnaði sem er notaður við kennslu í skólanum.
Tilgangur samstarfsins er að styðja við og auðvelda nemendum skólans að öðlast verklega reynslu og þekkingu í iðnnámi á sviði matvælagreina og stuðla að samstarfi á milli skóla og atvinnulífs.
Vitamix er eitt af þekktustu vörumerkjunum í heimi matargerðar og hefur unnið sér sess sem lykiltæki í eldhúsum margra af fremstu matreiðslumanna heims.
Vitamix blandarar eru þekktir fyrir áreiðanleika sinn og kraft, sem gerir þá að ómetanlegu verkfæri fyrir allskyns uppskriftir. Hvort sem um ræðir að búa til silkimjúkar sósur, fullkomnar blöndur eða jafnvel rjómalagaðar súpur, þá tryggir Vitamix áreiðanlega og góða útkomu
Með þessu samstarfi fær Hótel- og Matvælaskólinn tækifæri til bjóða upp á gæða tækjabúnað í kennslu sinni, sem undirstrikar stefnu skólans að bjóða upp á besta mögulega námsumhverfi fyrir nemendur sína. Nemendur munu njóta góðs af því að læra á tæki sem eru notuð af fagfólki um allan heim, sem undirbýr þá enn frekar fyrir framtíðarstörf í matvælaiðnaðinum.
Þetta samstarf er frábært skref í að tengja námsumhverfið við raunverulegar aðstæður atvinnulífsins.
-
Markaðurinn2 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Pistlar5 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn2 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni20 klukkustundir síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn5 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar






