Björn Ágúst Hansson
Virkilega vel heppnað kaffihús í Keflavík | Cafe Petite
Cafe Petite er flott og þægilegt kaffihús sem staðsett er á Framnesvegi 23 í Keflavík, í eigu Ágústs H. Dearborn og Katrínar Arndísar, en þau opnuðu 1. júní 2013 og hafa viðtökurnar verið virkilega góðar, enda vel sótt kaffihús.
Þetta var hugmynd sem varð að draumi og nú er draumurinn orðinn að veruleika. Þau vilja að þér líði eins og þú sért heima hjá þér í þessu huggulega umhverfi og taka á móti þér með brosi.
Cafe Petite tekur 70 manns í sæti og nýjung er að tvö bjórdæluborð eru í salnum þar sem gestirnir dæla sjálf í glösin og er rukkað eftir magni og eru borðin mjög vinsæl á meðal gesta. Oft eru þessi borð pöntuð fyrir helgarnar til að öruggt að geta notið bjórsins annað hvort Gull eða Classik sem í boði er á bjórdæluborðunum sem kostar 650 kr. fyrir 600 ml krús, einnig er hægt að kaupa kút hjá þeim á aðeins 25.000 kr. til að njóta með góðum hóp vina.
Kaffihúsið býður uppá kaffi, kökur, bjór, kokkteila bæði áfenga og óáfenga og boozt til 20:30. Opið er alla vikuna frá 16:00 til 23:00, en tekið er á móti hópum utan þess tíma eftir nánara samkomulag og til gamans má geta að nú fyrir stuttu var hópur hjá þeim sem fengu að færa allt til í salnum og spila boccia og var mikið fjör.
Hægt er að spila billjard (pool) og eru þrjú billjardborð á staðnum, borðspil og bækur sem fólk má nota að vild, boðið er uppá frítt Wifi svo námsmenn geta komið og kíkt í bækurnar og flett upp uplýsingum á netinu.
Megnið af húsgögnunum á Cafe Petite fengu þau gefins og sumir hlutir áttu hreinlega enda á haugunum sem fengu framhaldslíf á Cafe Petite og er öll umgjörðin, hönnunin virkilega vel heppnað sem skilar sér vel og gerir staðinn kósý og mælum við hiklaust með staðnum, en hægt er að lesa nánar um Cafe Petite á facebook síðu þeirra hér.
Myndir og texti: Björn
Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta6 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði