Nemendur & nemakeppni
Vinnustaðanámssjóður auglýsir eftir umsóknum
Vinnustaðanámssjóður hefur opnað fyrir umsóknir um styrki vegna vinnustaðanáms nema á tímabilinu 1. nóvember 2024 til 31. október 2025. Umsóknarfrestur er til 17. nóvember 2025 klukkan 15.
Sjóðurinn veitir styrki til fyrirtækja og stofnana sem taka á móti nemum í vinnustaðanám eða starfsþjálfun sem er skilgreindur hluti af starfsnámi samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla. Forsenda styrkveitingar er að fyrir liggi staðfestur vinnustaðanámssamningur sem stofnaður hefur verið í rafrænni ferilbók nemandans.
Markmið sjóðsins er að hvetja fyrirtæki og stofnanir til að taka þátt í menntun og þjálfun ungs starfsfólks, styrkja tengsl skóla og atvinnulífs og skapa nemendum raunhæft tækifæri til að ljúka námi með vinnustaðaþjálfun sem uppfyllir faglegar kröfur.
Umsóknum skal skilað rafrænt fyrir lok umsóknarfrests.
Mynd: úr safni
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel16 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Keppni5 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park






