Nemendur & nemakeppni
Vinnustaðanámssjóður auglýsir eftir umsóknum
Vinnustaðanámssjóður hefur opnað fyrir umsóknir um styrki vegna vinnustaðanáms nema á tímabilinu 1. nóvember 2024 til 31. október 2025. Umsóknarfrestur er til 17. nóvember 2025 klukkan 15.
Sjóðurinn veitir styrki til fyrirtækja og stofnana sem taka á móti nemum í vinnustaðanám eða starfsþjálfun sem er skilgreindur hluti af starfsnámi samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla. Forsenda styrkveitingar er að fyrir liggi staðfestur vinnustaðanámssamningur sem stofnaður hefur verið í rafrænni ferilbók nemandans.
Markmið sjóðsins er að hvetja fyrirtæki og stofnanir til að taka þátt í menntun og þjálfun ungs starfsfólks, styrkja tengsl skóla og atvinnulífs og skapa nemendum raunhæft tækifæri til að ljúka námi með vinnustaðaþjálfun sem uppfyllir faglegar kröfur.
Umsóknum skal skilað rafrænt fyrir lok umsóknarfrests.
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Pistlar1 dagur síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn4 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn3 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Vín, drykkir og keppni13 klukkustundir síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir






