Markaðurinn
Vinnustaðanám í sumar
IÐAN fræðslusetur tekur þátt í átaksverkefni stjórnvalda sem miðar að því að fjölga tækifærum fyrir iðnnema sem eru án námssamnings að komast í vinnustaðanám í sumar.
Markmiðið með átaksverkefninu er að hvetja fyrirtæki til að taka viðbótarnema og þar með fjölga nemum í vinnustaðanámi.
Úrræði stjórnvalda er tímabundið og gildir frá 15. maí til 15. september 2021. Hverjum nema fylgir styrkur sem nemur launum skv. kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags auk mótframlags í lífeyrissjóð. Fyrirtæki greiða önnur launatengd gjöld s.s. orlof, í sjúkrasjóð, tryggingagjald, orlofsheimilasjóð og Virk.
Þessa dagana er IÐAN að kanna áhuga hjá fyrirtækjum að taka þátt í þessu átaksverkefni. Ef þitt fyrirtæki hefur áhuga að taka þátt þá er næsta skref að fylla út þetta form.
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn3 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn2 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn1 dagur síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt1 dagur síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu






