Kokkalandsliðið
Vinnu- og verklagsreglur Landsliðsins samþykktar hjá stjórn KM
Efri röð talið frá vinstri:
Eyþór Rúnarsson – Yfirmatreiðslumaður á Sigga Hall á Óðinsvéum
Sigurður Helgason – Yfirmatreiðslumaður á Skólabrú
Gunnar Karl Gíslason – Yfirmatreiðslumaður á B5
Einar Geirsson – Yfirmatreiðslumaður/veitingarmaður á café Karólínu
Ásgeir Sandholt – Kondidor Sandholt bakarí
Eggert Jónsson – Kondidor / yfirbakari café Adesso smáralind
Bjarni G. Kristinsson – Yfirmatreiðslumaður á Grillinu
Neðri röð talið frá vinstri:
Ragnar Ómarsson – Yfirmatreiðslumaður á Salt 1919 RadissonSAS hótel
Hrefna R. Jóhannsdóttir- Aðstoðar Yfirmatreiðslumaður á Sjávarkjallaranum
Sigurður Gíslason – Yfirmatreiðslumaður á Vox
Alfreð Alfreðsson – Matreiðslumeistari hjá Jóhann Ólafsson
Á síðasta Stjórnarfundi KM voru vinnu- og verklagsreglur Landsliðsins samþykktar einróma. Það var Landsliðið sjálft sem samdi þessar reglur. Nú er ábyrgð, stjórn og skipurit Landsliðsins skjalfest og er það einróma álit stjórnar KM, sem og Landsliðsins og þessar reglur voru löngu tímabærar.
Vinnu- og verklagsreglur fyrir Landslið Klúbbs matreiðslumeistara;
1.1
Skipaður er þjálfari af stjórn K.M og gerður er fjögurra ára samningur í hvert sinn.
1.2
Þjálfari velur sér fyrirliða og framkvæmdarstjóra sér til hliðs og bera þessir þrír aðilar ábyrgð fyrir vali á landsliðinu og árangri þess og hefur stjórn klúbbs matreiðslumeistara allan rétt á því að rifta samningi við þjálfara ef stjórn er ekki sátt við árangur eða vinnubrögð þjálfara. Þjálfari ásamt fyrirliða og framkvæmdarstjóra velja 5 manna aðallið sem kallast Landslið Klúbbs matreiðslumeistara, auk 4 varamanna og raðast landsliðið niður einsog eftirfarandi;
-2 sæti í forrétt í heitu eldhúsi
-2 sæti í aðalrétt í heitu eldhúsi
-1 sæti í eftirrétt í heita eldhúsi
-4 varamenn
1.2
Fyrirliði er einnig aðstoðarþjálfari. Fyrirliðinn verður að vera einn af fimm manna aðalliðinu.
1.3
Framkvæmdarstjóri er fyrir utan liðið. Verksvið framkvæmdarstjóra er að vera talsmaður milli landsliðsins og Klúbbs Matreiðslumeistara og sjá um helstu framkvæmdir utan um keppnir og sýningar, svo sem að setja upp kalda borðið, vinna með þema borðsins og tína til leirtau.
2.1
Þjálfari, fyrirliði og framkvæmdarstjóri skipa aðallið í landsliðið og eru það sex sæti með þjálfara;
-2 sæti í forrétt í heitu eldhúsi
-2 sæti í aðalrétt í heitu eldhúsi
-1 sæti í eftirrétt í heitu eldhúsi
Þeir sem ekki eru í heita liðinu eru algjörlega jafningjar þeirra sem skipa heita liðið. Það geta einungis verið 5 í heita eldhúsi, en mikilvægt er að allir 8 séu með heita matinn á hreinu.
2.2
Allir meðlimir vinna saman með kalda borðið.
Verðlaunapeningar sem liðið vinnur sér inn fyrir kalda borðið skiptast jafn á milli allra, en þá verðlaunapeninga sem fást fyrir heita eldhúsið skiptist á milli þeirra sem eru að keppa í heita eldhúsinu hverju sinni.
2.3
Þjálfari og fyrirliði boða til funda og er skyldumæting á þá fundi. Ef einhver forfallast þarf sá hinn sami að tilkynna það fyrir fund, ekki eftir á.
Haldið verður utan um mætingar á fundi sem og önnur verkefni.
Þeir sem eru með miður góða mætingu, geta átt von á því að verða teknir úr t.d. heita eldhúsinu.
2.4.
Bannað er að neita áfengis degi fyrir keppni og ef þjálfara eða fyrirliða finnst aðili ekki vera í standi til að vinna sína vinnu, þá er þeim frjálst að skipta umsvifalaust um aðila.
2.5.
Svo er mikilvægast af öllu að hafa gaman af þessu, læra og þroskast á matreiðslusviðinu, en þessar vinnureglur hér að ofan eru mikilvægar svo það verði sátt um liðið og skemmtilegt að vinna í því.
Kveðja
Þjálfari Ragnar Ómarsson
Fyrirliði Bjarni G.Kristinsson
Framkvæmdarstjóri Alfreð Ómar Alfreðsson
Reykjavík 18. október 2005
Greint frá á heimasíðu KM
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum