Keppni
Viltu taka þátt í Norðurlandamóti þjóna? – Skráning er hafin
Þriðjudaginn 3. september 2019 verður sett upp undankeppni fyrir áhugasama þjóna vegna Duni Cup 2020. Einu skilyrðin fyrir þátttöku er að viðkomandi þarf að vera útskrifaður framreiðslumaður.
Duni Cup er Norðurlandamót þjóna sem haldið verður í Herning 25. febrúar 2020. Keppnin er haldin ár hvert og hafa íslenski framreiðslumenn tekið þátt síðan árið 2015 og er mikill vilji hjá stjórnendum á Íslandi að halda því áfram.
Undankeppnin skiptist í þrennt:
- Skriflegt próf um almenna þekkingu og vinnubrögð
- Vínpörun og munnleg vörn
- Sterkvíns auðkenning
Sigurvegari keppir í Herning 25. febrúar 2020
Sá sem skorar hæðst í undankeppninni, öðlast keppnisréttindi í Norðurlanda mótinu og þar verður meðal annars keppt í:
- Uppdekning á 6 manna borði + service borð og vinnustöð
- Kampavíns Sabering
- Blindsmakk á léttvínum
- Suprice Service
- Fine dining service
Frekari tímasetningar og staðsetning tilkynnt síðar.
Skráning er hafin
Áhugasamir sendið póst á [email protected] og ykkur verður sent til baka nauðsynleg próf gögn og aðrar upplýsingar.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn3 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt4 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu
-
Keppni2 dagar síðanCoffee & Cocktails hreppti 1. sætið í Old Fashioned keppninni






