Vín, drykkir og keppni
Villi Vill sigraði Amarula kokteilkeppnina

Sigurvegarar
F.v. Alexander Julien Lambert 3. sæti – Vilhjálmur Vilhjálmsson 1. sæti – Kristján Nói Sæmundsson 2. sæti
Barþjónaklúbbur Íslands og Amarula voru með Amarula freestyle kokteilkeppni á Hótel Marina mánudaginn 27. október síðastliðinn.
Fjöldi manns mættu á keppnina og fylgdust með 22 keppendum framreiða drykkir úr rjómalíkjörnum Amarula og má með sanni segja að drykkirnir voru margir hverjir afar frumlegir.
Gestir fengu svo að smakka á drykkjum keppenda ásamt því var Globus að kynna nýjan Amarula líkjör, Amarula Gold sem er án rjóma.
Sigurvegarinn Vilhjálmur Vilhjálmsson kom frá Hverfisgötu 12 þar sem nafnlausi pizza staðurinn er og Dill til húsa með drykkinn sinn Dirty Creamer.
Í öðru sæti var Kristján Nói Sæmundsson frá veitingastaðnum Lava með drykkinn KREM og í því þriðja Alexander Julien Lambert frá Slippbarnum með drykkinn African Kiss.
Globus vill þakka keppendum og áhorfendum fyrir frábærar mætingu, Barþjónaklúbbi Íslands fyrir flotta skipulagningu og Icelandair Hótels Marina fyrir tiptopp aðstöðu og veitingar.
1. sæti: Vilhjálmur Vilhjálmsson – Hverfisgata 12
Dirty Creamer
5 cl Amarula
2 cl Peach Tree
2 cl Sítrónusafi
2 cl Sykur sýróp
2 cl Eggjahvíta
1 barskeið salmíak duft
1 skvetta H12 “mr.bitter” aromatic bitter
2. sæti: Kristján Nói Sæmundsson – Bláa Lónið Lava
KREM
1 Matskeið vanilluís
4 cl Amarula
2 cl Absolut Vanilia vodka
2 cl Tia María
Skreyting, súkkulaðikurl á glasbarmi, blæjuber, kanill
3. sæti: Alexandre Julien Lambert – Slippbarinn
African kiss
3cl Amarula
3cl Gin
1 spoon licorice
1 spoon pernod
2 cl cream
Myndir: Björn Blöndal
/Þorleifur „Tolli“ Sigurbjörnsson
![]()
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel10 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park


































