Vín, drykkir og keppni
Villi Vill sigraði Amarula kokteilkeppnina

Sigurvegarar
F.v. Alexander Julien Lambert 3. sæti – Vilhjálmur Vilhjálmsson 1. sæti – Kristján Nói Sæmundsson 2. sæti
Barþjónaklúbbur Íslands og Amarula voru með Amarula freestyle kokteilkeppni á Hótel Marina mánudaginn 27. október síðastliðinn.
Fjöldi manns mættu á keppnina og fylgdust með 22 keppendum framreiða drykkir úr rjómalíkjörnum Amarula og má með sanni segja að drykkirnir voru margir hverjir afar frumlegir.
Gestir fengu svo að smakka á drykkjum keppenda ásamt því var Globus að kynna nýjan Amarula líkjör, Amarula Gold sem er án rjóma.
Sigurvegarinn Vilhjálmur Vilhjálmsson kom frá Hverfisgötu 12 þar sem nafnlausi pizza staðurinn er og Dill til húsa með drykkinn sinn Dirty Creamer.
Í öðru sæti var Kristján Nói Sæmundsson frá veitingastaðnum Lava með drykkinn KREM og í því þriðja Alexander Julien Lambert frá Slippbarnum með drykkinn African Kiss.
Globus vill þakka keppendum og áhorfendum fyrir frábærar mætingu, Barþjónaklúbbi Íslands fyrir flotta skipulagningu og Icelandair Hótels Marina fyrir tiptopp aðstöðu og veitingar.
1. sæti: Vilhjálmur Vilhjálmsson – Hverfisgata 12
Dirty Creamer
5 cl Amarula
2 cl Peach Tree
2 cl Sítrónusafi
2 cl Sykur sýróp
2 cl Eggjahvíta
1 barskeið salmíak duft
1 skvetta H12 “mr.bitter” aromatic bitter
2. sæti: Kristján Nói Sæmundsson – Bláa Lónið Lava
KREM
1 Matskeið vanilluís
4 cl Amarula
2 cl Absolut Vanilia vodka
2 cl Tia María
Skreyting, súkkulaðikurl á glasbarmi, blæjuber, kanill
3. sæti: Alexandre Julien Lambert – Slippbarinn
African kiss
3cl Amarula
3cl Gin
1 spoon licorice
1 spoon pernod
2 cl cream
Myndir: Björn Blöndal
/Þorleifur „Tolli“ Sigurbjörnsson
![]()
-
Markaðurinn2 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Pistlar5 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn2 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni21 klukkustund síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn5 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar


































