Vertu memm

Vín, drykkir og keppni

Víetnam breytir áfengisstefnu með heilsuna að leiðarljósi – Áfengisskattur hækkar um 90% í nýrri löggjöf

Birting:

þann

Víetnam breytir áfengisstefnu með heilsuna að leiðarljósi - Áfengisskattur hækkar í 90% í nýrri löggjöf - Hanoi Víetnam

Yfirvöld í Víetnam hafa samþykkt róttæka hækkun á sérstöku neyslugjaldi á áfenga drykki, sem mun stíga úr 65% í 90% á næstu sex árum. Markmiðið er að draga úr áfengisneyslu í landinu og styrkja lýðheilsu.

Samkvæmt nýsamþykktum lögum í þingi Víetnams verður sérstakt neyslugjald á áfengi hækkað í áföngum fram til ársins 2031. Gjaldið, sem nú nemur 65%, mun hækka í 70% árið 2027 og síðan smám saman upp í 90% við lok tímabilsins.

Stefnubreyting af heilbrigðisástæðum

Víetnömsk stjórnvöld vísa til lýðheilsusjónarmiða sem meginrök fyrir þessari ákvörðun. Landið glímir við vaxandi kostnað vegna heilbrigðisvandamála sem tengjast áfengisneyslu, auk þess sem ölvunarakstur hefur verið viðvarandi samfélagsmein. Síðan árið 2020 hafa gilda strangar reglur sem banna akstur undir áhrifum áfengis með öllu, óháð áfengismagn í blóði.

Víetnam er annar stærsti bjórmarkaður Suðaustur-Asíu og bjórneysla hefur verið meðal þeirra mestu í heiminum, samkvæmt skýrslu frá KPMG. Miklar breytingar á skattlagningu gætu því haft djúpstæð áhrif á neysluhegðun og rekstrarumhverfi framleiðenda.

Mikil áhrif á drykkjarvöruiðnaðinn

Áfengisframleiðendur hafa þegar fundið fyrir þrýstingi síðustu ár og nú er ljóst að skattahækkunin mun reyna verulega á bæði innlenda og erlenda aðila í greininni. Fyrirtæki á borð við Heineken og Carlsberg hafa átt verulegan hluta framleiðslu sinnar í Víetnam, en innlend fyrirtæki á borð við Sabeco og Habeco ráða yfir stærstum hluta markaðarins. Heineken lokaði nýverið einni verksmiðju sinni í landinu vegna minnkandi eftirspurnar.

Framleiðendur hafa lýst yfir áhyggjum af því að skattahækkunin muni bitna á neytendum og grafa undan samkeppnishæfni greinarinnar. Til stóð að gjaldið yrði hækkað upp í 100% árið 2030, en eftir samráð við hagsmunaaðila var ákveðið að lækka markið í 90% og færa fyrsta áfangann fram um eitt ár – úr 2026 í 2027.

Sykraðir drykkir fá einnig aukið gjald

Samhliða áfengisskattinum samþykkti þingið einnig nýjan skatt á sykraða drykki. Drykkir sem innihalda meira en 5 grömm af sykri á hverja 100 ml verða skattlagðir um 8% frá og með árinu 2026, og hækkar sá skattur í 10% árið 2028. Markmiðið er að stemma stigu við offitu og öðrum lífsstílstengdum sjúkdómum.

Neytendur í Víetnam geta búist við verulegri hækkun á verði áfengra drykkja á næstu árum, sem mun að öllum líkindum leiða til breyttrar neysluhegðunar. Fyrirtæki í veitingarekstri og hótelgeiranum þurfa að bregðast við nýjum veruleika, þar sem hærri skattar kunna að draga úr sölu og kalla á endurskoðun á vöruúrvali og verðlagningarstefnu.

Samkvæmt fyrstu viðbrögðum virðist ljóst að stjórnvöld séu staðráðin í að fylgja fordæmi nágrannaríkja í baráttunni gegn neikvæðum áhrifum áfengis og sykurs á samfélagið.

Mynd: úr safni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið