Bocuse d´Or
Við erum á leið til Lyon í janúar
Nú rétt í þessu var verið að tilkynna úrslitin í undankeppni Bocuse d´Or Europe og eru þau eftirfarandi:
1. sæti Danmörk
2. sæti Noregur
3. sæti Frakkland
4. sæti Bretland
5. sæti Svíðþjóð
6. sæti Finnland
7. sæti Sviss
8. sæti Ísland
Þráinn var frekar svekktur en þó glaður að komast áfram og er þegar byrjaður að plana æfingar fyrir aðalkeppnina, sagði Atli Þór Erlendsson sérlegur fréttaritari í Genf í samtali við Freisting.is.
Það voru 20 þjóðir sem kepptu í Sviss núna og voru 12 þjóðir sem komust áfram í sjálfa aðalkeppnina, en hún verður haldin í Lyon í Frakklandi í janúar 2011 og eru 24 þjóðir sem keppa þá.
Svíar fengu sérstök verðlaun fyrir fisk diskinn og Bretar fengu verðlaun fyrir kjöt diskinn. Í verðlaunaahendingunni var tilkynnt að næsta undankeppni verður í Belgíu árið 2012.
Nú á næstu dögum munum við birta myndbönd og fjölmargar myndir af ferð íslenska Bocuse hópnum í Genf í Sviss.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni4 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Keppni5 dagar síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Keppni5 dagar síðan
Fyrsta keppnisdegi Global Chefs Challenge lokið á Ítalíu
-
Keppni3 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lítill og ljúfur Sveitabiti er mættur á svæðið