Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Vel heppnuð bjórhátíð á Akureyri – Myndaveisla

Birting:

þann

Bjórhátíð Lyst var haldin síðastliðan helgi í Lystigarðinum á Akureyri og er þetta í annað sinn sem hátíðin er haldin með þessu sniði, en sú fyrsta var einungis með eitt brugghús.

13 brugghús tóku þátt í ár en þau voru:

Húsavík Öl
Mývatn Öl
6A kraftöl
Álfur
Dokkan
Borg
Kaldi
Og natura
Segull 67
Gæðingur
Beljandi
Malbygg
Vínkeldan

Tilboð var á mat og bjór á fjölmörgum veitingastöðum á Akureyri alla helgina.

Íslenskur bjór, góður matur, flottir tónleikar var þemað í ár. Aðaldagurinn var á laugardeginum þar sem mörg af bestu brugghúsum landsins mættu með sína bestu sumarbjóra á dælu, ásamt því að grilla pizzur, Majó sushi var á staðnum og allskyns bakkelsi á boðstólnum. Um kvöldið hélt fjörið áfram með lifandi tónlist og meiri bjór.

Í ár voru tvö tónlista atriði en RAKEL og laura Roy spiluðu yfir hátíðina kl. 16:00. Una Torfadóttir var með tónleika um kvöldið kl 21:00.

Með fylgja myndir frá hátíðinni sem að Reynir Grétarsson, veitingamaður Lyst og einn af skipuleggjendum hátíðarinnar, tók og eru birtar hér með góðfúslegu leyfi hans.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið