Viðtöl, örfréttir & frumraun
Vel heppnaðar breytingar hjá Kaffi Duus – Sjáðu fyrir og eftir myndirnar
Kaffi Duus sem staðsett er við Duusgötu 10 í Keflavík hefur verið lokaður undanfarnar vikur vegna breytinga.
Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum þá hafa breytingarnar heppnast einstaklega vel:
Fyrir
Eftir
Um Kaffi Duus
Kaffi Duus var opnað 25. nóvember 1997. Það byrjaði sem lítið kaffihús með sæti fyrir 30 manns, boðið var upp á grillmat og aðra smárétti. Húsið er staðsett við gömlu Duus húsin við smábátahöfnina í Keflavík, með frábæru útsýni yfir höfnina. Bergið og smábátahöfnin fyrir neðan, sjórinn og fjallasýn í fjarska er vel viðrar. Þegar dimmir þá er bergið sem liggur við höfnina upplýst á kvöldin.
Árið 2000 var bætt við 65 sæta hliðarsal með góðu gluggaútsýni yfir smábátahöfnina og bergið, salurinn hefur notið gríðalegra vinsælda meða viðskiptavina okkar.
Í janúar 2008 var svo tekin í notkun nýr salur sem rúmar 65 manns ásamt fundaraðstöðu á efri hæð með sæti fyrir 30 manns, svo alls getur staðurinn tekið á móti 180 manns í sæti.
Húsið býður uppá að vera með allt að þrjá mismunandi hópa í húsinu á sama tíma vegna skiptingu hússins.
Umhverfis húsið er stór og mikil verönd þar sem gestir geta snætt á góðviðrisdögum.
Kaffi Duus opnar kl. 11:00 alla daga vikunnar og býður upp á hádegisverðarseðill frá kl. 11:30 til 14:00, þar sem boðið er upp á fiskrétti, grillrétti, salöt og rjómuðu súpur sem fólk getur fengið í brauði eða í hefðbundinni skál.
Hefðbundinn matseðill er á milli kl. 14:00 til 18:00 með hamborgurum, samlokum, pasta og barnaréttum. Kaffidrykkir, brauðmeti og tertur eru í boði allan daginn.
A La Carte matseðillinn er frá kl 18:00 til 22:00 og þar eru fiskréttir þeirra sérfag.
Myndir: facebook / Kaffi Duus
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn18 klukkustundir síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn4 dagar síðanNorðanfiskur leitar að metnaðarfullum sölufulltrúa















