Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Vel heppnaðar breytingar hjá Kaffi Duus – Sjáðu fyrir og eftir myndirnar

Birting:

þann

 

Kaffi Duus sem staðsett er við Duusgötu 10 í Keflavík hefur verið lokaður undanfarnar vikur vegna breytinga.

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum þá hafa breytingarnar heppnast einstaklega vel:

Fyrir

Kaffi Duus

Kaffi Duus

 

Eftir

Kaffi Duus

Kaffi Duus

Kaffi Duus

Kaffi Duus

Kaffi Duus

Um Kaffi Duus

Kaffi Duus

Kaffi Duus var opnað 25. nóvember 1997. Það byrjaði sem lítið kaffihús með sæti fyrir 30 manns, boðið var upp á grillmat og aðra smárétti. Húsið er staðsett við gömlu Duus húsin við smábátahöfnina í Keflavík, með frábæru útsýni yfir höfnina. Bergið og smábátahöfnin fyrir neðan, sjórinn og fjallasýn í fjarska er vel viðrar. Þegar dimmir þá er bergið sem liggur við höfnina upplýst á kvöldin.

Árið 2000 var bætt við 65 sæta hliðarsal með góðu gluggaútsýni yfir smábátahöfnina og bergið, salurinn hefur notið gríðalegra vinsælda meða viðskiptavina okkar.

Auglýsingapláss

Í janúar 2008 var svo tekin í notkun nýr salur sem rúmar 65 manns ásamt fundaraðstöðu á efri hæð með sæti fyrir 30 manns, svo alls getur staðurinn tekið á móti 180 manns í sæti.

Húsið býður uppá að vera með allt að þrjá mismunandi hópa í húsinu á sama tíma vegna skiptingu hússins.

Umhverfis húsið er stór og mikil verönd þar sem gestir geta snætt á góðviðrisdögum.

Kaffi Duus opnar kl. 11:00 alla daga vikunnar og býður upp á hádegisverðarseðill frá kl. 11:30 til 14:00, þar sem boðið er upp á fiskrétti, grillrétti, salöt og rjómuðu súpur sem fólk getur fengið í brauði eða í hefðbundinni skál.

Hefðbundinn matseðill er á milli kl. 14:00 til 18:00 með hamborgurum, samlokum, pasta og barnaréttum. Kaffidrykkir, brauðmeti og tertur eru í boði allan daginn.

A La Carte matseðillinn er frá kl 18:00 til 22:00 og þar eru fiskréttir þeirra sérfag.

Auglýsingapláss

 

Myndir: facebook / Kaffi Duus

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið