Smári Valtýr Sæbjörnsson
Veitingastaður lokar á Garðskaga
Bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs hefur tekið við erindi þess efnis að veitingastaðurinn Tveir vitar sem stafræktur hefur verið í húsnæði Byggðasafnsins á Garðskaga verði fluttur í annað sveitarfélag og að rekstraraðili muni skila sveitarfélaginu húsnæði veitingastaðarins í Byggðasafninu á Garðskaga 30. september næstkomandi, að því er fram kemur í blaði Víkurfrétta.
Þá hefur bæjaryfirvöld í Garði borist erindi er varðar ferðaþjónustu á Garðskaga. Í erindinu er óskað eftir fundi um möguleika á samstarfi um leigu og rekstur fasteigna sveitarfélagsins á Garðskaga og hugsanlegt samstarf við sveitarfélagið um rekstur á Garðskaga.
Samþykkt var samhljóða á fundi bæjarráðs Garðs að vísa erindinu til stýrihóps um uppyggingu í ferðaþjónustu en áður hefur komið fram að bæjaryfirvöld vilja að öll ferðaþjónusta á Garðskaga sé á einni hendi og undir einni yfirstjórn.
Stýrihópur um stefnumótun um atvinnumál og ferðaþjónustu í Garði hefur fjallað talsvert um starfsemi og rekstur ferðaþjónustu og Byggðasafns á Garðskaga.
Bæjarráð Garðs samþykkti samhljóða s.l. vetur að fela stýrihópi að vinna frekari tillögur og útfærslu á rekstrafélagi sem annist allan rekstur og starfsemi Garðskaga.
Greint frá í blaði Víkurfrétta.
Mynd: Smári
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið1 dagur síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn1 dagur síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn5 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025
-
Markaðurinn1 dagur síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni






