Smári Valtýr Sæbjörnsson
Veitingastaður lokar á Garðskaga
Bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs hefur tekið við erindi þess efnis að veitingastaðurinn Tveir vitar sem stafræktur hefur verið í húsnæði Byggðasafnsins á Garðskaga verði fluttur í annað sveitarfélag og að rekstraraðili muni skila sveitarfélaginu húsnæði veitingastaðarins í Byggðasafninu á Garðskaga 30. september næstkomandi, að því er fram kemur í blaði Víkurfrétta.
Þá hefur bæjaryfirvöld í Garði borist erindi er varðar ferðaþjónustu á Garðskaga. Í erindinu er óskað eftir fundi um möguleika á samstarfi um leigu og rekstur fasteigna sveitarfélagsins á Garðskaga og hugsanlegt samstarf við sveitarfélagið um rekstur á Garðskaga.
Samþykkt var samhljóða á fundi bæjarráðs Garðs að vísa erindinu til stýrihóps um uppyggingu í ferðaþjónustu en áður hefur komið fram að bæjaryfirvöld vilja að öll ferðaþjónusta á Garðskaga sé á einni hendi og undir einni yfirstjórn.
Stýrihópur um stefnumótun um atvinnumál og ferðaþjónustu í Garði hefur fjallað talsvert um starfsemi og rekstur ferðaþjónustu og Byggðasafns á Garðskaga.
Bæjarráð Garðs samþykkti samhljóða s.l. vetur að fela stýrihópi að vinna frekari tillögur og útfærslu á rekstrafélagi sem annist allan rekstur og starfsemi Garðskaga.
Greint frá í blaði Víkurfrétta.
Mynd: Smári
-
Frétt2 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt5 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi