Smári Valtýr Sæbjörnsson
Veitingastaður lokar á Garðskaga
Bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs hefur tekið við erindi þess efnis að veitingastaðurinn Tveir vitar sem stafræktur hefur verið í húsnæði Byggðasafnsins á Garðskaga verði fluttur í annað sveitarfélag og að rekstraraðili muni skila sveitarfélaginu húsnæði veitingastaðarins í Byggðasafninu á Garðskaga 30. september næstkomandi, að því er fram kemur í blaði Víkurfrétta.
Þá hefur bæjaryfirvöld í Garði borist erindi er varðar ferðaþjónustu á Garðskaga. Í erindinu er óskað eftir fundi um möguleika á samstarfi um leigu og rekstur fasteigna sveitarfélagsins á Garðskaga og hugsanlegt samstarf við sveitarfélagið um rekstur á Garðskaga.
Samþykkt var samhljóða á fundi bæjarráðs Garðs að vísa erindinu til stýrihóps um uppyggingu í ferðaþjónustu en áður hefur komið fram að bæjaryfirvöld vilja að öll ferðaþjónusta á Garðskaga sé á einni hendi og undir einni yfirstjórn.
Stýrihópur um stefnumótun um atvinnumál og ferðaþjónustu í Garði hefur fjallað talsvert um starfsemi og rekstur ferðaþjónustu og Byggðasafns á Garðskaga.
Bæjarráð Garðs samþykkti samhljóða s.l. vetur að fela stýrihópi að vinna frekari tillögur og útfærslu á rekstrafélagi sem annist allan rekstur og starfsemi Garðskaga.
Greint frá í blaði Víkurfrétta.
Mynd: Smári

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 klukkustundir síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Frétt5 dagar síðan
Viðvörun til neytenda: Framleiðslugalli í baunasúpugrunni
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu