Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Veitingarýni árið 2017

Birting:

þann

Veitingarýni veitingageirans er fjölbreytt, allt frá skyndibitastöðum til fínni veitingastaða og allt þar á milli.

Fréttamenn veitingageirans hafa verið duglegir á árinu að kíkja á veitingastaði eins og sjá má í meðfylgjandi veitingarýni á árinu 2017:

Jólaborgarinn seldur í bílförmum

Veitingastaðurinn Torgið á Siglufirði - Jólaborgarinn

Að bjóða upp á hamborgara tileinkuðum jólum er sífellt að aukast og eru margir veitingastaðir sem bjóða upp á Jólaborgara. Lesa meira.  Fleiri umfjallanir um Torgið á Siglufirði hér.

Marshall

Marshall veitingastaður - Marshallhúsið

Á veitingastaðnum ræður ríkjum Leifur Kolbeinsson (t.h.) sem er einna þekktastur fyrir rekstur La Primavera og Kolabrautina.

Um miðjan mars opnaði Marshallhúsið eftir allsherjar endurbætur og upplyftingu. Í húsinu er m.a. Nýlistasafnið, Kling og Bang ásamt sýningarsal og vinnustofu Ólafs Elíassonar. Veitingasalurinn er á fyrstu hæðinni. Lesa meira.  Fleiri umfjallanir um Marshall hér.

Röstin við Garðskagavita

Veitingastaðurinn Röstin við Garðskagavita

Hef farið nokkrum sinnum í hádeginu á veitingastaðinn Röstina, sem nýju rekstraraðilarnir Jóhann Ísberg og Sigurður Þorsteinsson hafa verið að byggja upp frá því í fyrra vor. Röstin er staðsett á efri hæð hússins sem hýsir Byggðasafnið við Garðskagavita.  Lesa meira.

Old Iceland

Veitingastaðurinn Old Iceland á Laugaveginum

Fyrir þremur árum opnaði á Laugaveginum kaffihúsið Gamla Old Ísland. Í dag er þetta orðinn alvöru veitingastaður, með nýjum eigendum að við best vitum og heitir nú Old Iceland. Staðurinn nýtur mikilla vinsælda, sérstaklega hjá ferðamönnum og er í 6. sæti yfir vinsælustu staðina á TripAdvisor. Lesa meira.

Mathús Garðabæjar

Veitingarýni - Mathús Garðabæjar

Við félagarnir höldum okkur við nærumhverfið og heimsóttum að þessu sinni Mathús Garðabæjar sem staðsett er í nýju húsi við Garðatorg. Það er gleðiefni að sjá ný og flott veitingahús spretta upp í úthverfunum bæði í Reykjavík og nágrannabæjunum.  Lesa meira.  Fleiri umfjallanir um Mathús Garðabæjar hér.

Von mathús

VON mathús

Á nýju ári eru við SSS félagar komir á kreik. Nú erum við staddir í Hafnarfirðinum á VON mathúsi, staðsettu í skjólgóðu porti við Strandgötuna með útsýni yfir smábátahöfnina. Eigendur VON mathúss eru veitingahjónin Einar Hjaltason og Kristjana Þura Bergþórsdóttir.  Lesa meira.  Fleiri umfjallanir um Von mathús hér.

Dunkin´ Donuts – Brioche Kjúklingasamloka

Brioche Kjúklingasamloka - Dunkin´ Donuts - Veitingaýni

Dunkin´ Donuts á Fitjum í Reykjanesbæ býður upp Brioche Kjúklingasamloku. Volgur eða nær kaldur kjúklingur, þannig að osturinn náði ekki að bráðna, stökkt salat sem var mjög gott, en yfir heildina sveitt en bragðgóð samloka. Lesa meira.  Fleiri umfjallanir um Dunkin´ Donuts hér.

Yfirlit á alla veitingarýni er hægt að nálgast með því að smella hér (47 bls.)

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið