Vertu memm

Keppni

Vegleg verðlaun í keppninni um Matreiðslumann ársins | Sjö keppendur skráðir og skráning í fullum gangi

Birting:

þann

Frá keppninni Matreiðslumaður ársins 2012

Frá keppninni Matreiðslumaður ársins 2012

Nú eru skráðir sjö keppendur í keppnina um Matreiðslumann ársins 2013, en skráningu lýkur þann 18. september næstkomandi.  Keppnin sem er haldin á vegum Klúbbs matreiðslumeistara verður dagana 27. – 29. september í Hótel- og matvælaskólanum, MK Kópavogi.  Forkeppnin er haldin föstudaginn 27. september og þeir sem ná fimm efstu sætunum úr forkeppninni fara í úrslitakeppnina sem haldin er sunnudaginn 29. september.

Vegleg verðlaun eru í keppninni:

1. sæti – 250.000,- kr. | Rétturinn til að taka þátt í keppninni um Matreiðslumann Norðurlanda auk farandbikars og eignabikars.
2. sæti – 50.000,- kr.
3. sæti – 25.000,- kr.

Skráning í Matreiðslumann ársins 2013 er í fullum gangi, en nánari upplýsingar um skráninguna er hægt að lesa með því að smella hér.

 

Mynd: Matthías

/Smári

Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið