Markaðurinn
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
Nú er kjörið fyrir rekstraraðila að endurnýja borðbúnaðinn í mötuneytinu, á hótelinu eða veitingastaðnum þar sem valdar línur frá Churchill og Dudson eru með 20-25% viðbótarafslætti* til 13.júní.
Churchill, sem er enskt vörumerki, hefur framleitt hágæða borðbúnað frá árinu 1795. Churchill borðbúnaður sameinar handverk og nýstárlega hönnun í endingargóðar og stílhreinar vörur sem henta einstaklega vel í hverskyns atvinnu veitingarekstur.
Eftirfarandi vörulínur frá Churchill eru nú með 25% auka afslætti; Bamboo, Stonecast, Stonecast Spice, Lyra og Envisiage Cascade ásamt völdum hnífapörum.
Dudson er virt vörumerki frá Stoke-on-Trent á Englandi, var stofnað árið 1800 og er enn í dag framleitt af fremstu leirkerasmiðum heims. Dudson borðbúnaður hentar sérstaklega vel fyrir mötuneyti, hótel og veitingastaði en borðbúnaðurinn hefur hlotið lof fagmanna fyrir sérstaklega góða endingu og fallega hönnun.
Valdir litir úr tveimur vörulínum Dudson eru nú með 20% auka afslætti; Harvest í 5 litum og Harvest Flare í 2 litum.
Kynntu þér allt um tilboðið á asbjorn.is eða hafðu samband við söludeild hjá [email protected]
*afslátturinn er viðbót við núverandi kjör.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn5 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays
-
Frétt5 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Keppni2 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir











