Sverrir Halldórsson
Uxabrjóst á Laugaás | „… gaman þegar veitingamenn þora að fara út fyrir þægindahringinn“
Það var einn þriðjudag nú í nóvember að ég rak inn trýnið á Laugaás og mér til mikillar ánægju var Uxabrjóst á matseðlinum, en svo las ég áfram og þar stóð með stúfuðu hvítkáli, rauðkáli og sykurbrúnuðum kartöflum og ég hugsaði, best að smakka þetta áður en maður lætur í sér heyra. Fékk mér fyrst súpu dagsins tómatsúpu og var hún mjög góð.
Svo kom Uxabrjóstið og það merkilega var að þetta smakkaðist alveg prýðilega saman, og er Raggi (innsk: Ragnar Guðmundsson eigandi Laugaás) birtist alveg eyðilagður yfir þessu, en eftir að hann hafði heyrt hvað mér fannst, ákváðum við að ég kæmi í næstu viku og þá skyldi það vera á hefðbundinn máta.
Og viku seinna var ég mættur og nú var skrifað á matseðlinum Léttsaltað Uxabrjóst með soðnum kartöflum og stúfuðu hvítkáli og þvílíkt sælgæti.
Ég held að Laugaás sé eini veitingastaðurinn í höfuðborginni sem býður upp á þennann rétt, og er það vel.
Mikið er það gaman þegar veitingamenn þora að fara aðeins út fyrir þægindahringinn og hugsa hvað langar viðskiptavininum í, því það er sjaldnast það sem matreiðslumaðurinn heldur.
Ég segi bara takk fyrir mig, ég á eftir að koma aftur.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum
-
Frétt6 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa