Sverrir Halldórsson
Uxabrjóst á Laugaás | „… gaman þegar veitingamenn þora að fara út fyrir þægindahringinn“
Það var einn þriðjudag nú í nóvember að ég rak inn trýnið á Laugaás og mér til mikillar ánægju var Uxabrjóst á matseðlinum, en svo las ég áfram og þar stóð með stúfuðu hvítkáli, rauðkáli og sykurbrúnuðum kartöflum og ég hugsaði, best að smakka þetta áður en maður lætur í sér heyra. Fékk mér fyrst súpu dagsins tómatsúpu og var hún mjög góð.
Svo kom Uxabrjóstið og það merkilega var að þetta smakkaðist alveg prýðilega saman, og er Raggi (innsk: Ragnar Guðmundsson eigandi Laugaás) birtist alveg eyðilagður yfir þessu, en eftir að hann hafði heyrt hvað mér fannst, ákváðum við að ég kæmi í næstu viku og þá skyldi það vera á hefðbundinn máta.
Og viku seinna var ég mættur og nú var skrifað á matseðlinum Léttsaltað Uxabrjóst með soðnum kartöflum og stúfuðu hvítkáli og þvílíkt sælgæti.
Ég held að Laugaás sé eini veitingastaðurinn í höfuðborginni sem býður upp á þennann rétt, og er það vel.
Mikið er það gaman þegar veitingamenn þora að fara aðeins út fyrir þægindahringinn og hugsa hvað langar viðskiptavininum í, því það er sjaldnast það sem matreiðslumaðurinn heldur.
Ég segi bara takk fyrir mig, ég á eftir að koma aftur.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt10 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Frétt12 klukkustundir síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?