Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Uxabrjóst á Laugaás | „… gaman þegar veitingamenn þora að fara út fyrir þægindahringinn“

Birting:

þann

Laugaás

Uxabrjóst með stúfuðu hvítkáli, rauðkáli og sykurbrúnuðum kartöflum

Uxabrjóst með stúfuðu hvítkáli, rauðkáli og sykurbrúnuðum kartöflum

Það var einn þriðjudag nú í nóvember að ég rak inn trýnið á Laugaás og mér til mikillar ánægju var Uxabrjóst á matseðlinum, en svo las ég áfram og þar stóð með stúfuðu hvítkáli, rauðkáli og sykurbrúnuðum kartöflum og ég hugsaði, best að smakka þetta áður en maður lætur í sér heyra. Fékk mér fyrst súpu dagsins tómatsúpu og var hún mjög góð.

Svo kom Uxabrjóstið og það merkilega var að þetta smakkaðist alveg prýðilega saman, og er Raggi (innsk: Ragnar Guðmundsson eigandi Laugaás) birtist alveg eyðilagður yfir þessu, en eftir að hann hafði heyrt hvað mér fannst, ákváðum við að ég kæmi í næstu viku og þá skyldi það vera á hefðbundinn máta.

Og viku seinna var ég mættur og nú var skrifað á matseðlinum Léttsaltað Uxabrjóst með soðnum kartöflum og stúfuðu hvítkáli og þvílíkt sælgæti.

Ég held að Laugaás sé eini veitingastaðurinn í höfuðborginni sem býður upp á þennann rétt, og er það vel.

Mikið er það gaman þegar veitingamenn þora að fara aðeins út fyrir þægindahringinn og hugsa hvað langar viðskiptavininum í, því það er sjaldnast það sem matreiðslumaðurinn heldur.

Ég segi bara takk fyrir mig, ég á eftir að koma aftur.

 

/Sverrir

twitter og instagram icon

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Auglýsingapláss

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið