Vertu memm

Vín, drykkir og keppni

Úrslitin úr Gyllta Glasinu 2014

Birting:

þann

Gyllta Glasið 2014

Logo - Gyllta glasið 2014Nú er nýlokin keppnin um Gyllta Glasið 2014 sem var haldin í 10. sinn undir stjórn Vínþjónasamtaka Íslands.  Í ár var verðflokkur vína í keppni frá 2.490 kr. til 3.500 kr, sá sami og var 2013 og máttu vínin koma frá öllum heiminum og völdu vínbirgjar vínin sem þeir lögðu til í þessa keppni.

Vínin voru smökkuð blint af sérstakri dómnefnd sem Vínþjónasamtökin boðuðu til á Hótel Hilton Nordica mánudaginn og þriðjudaginn 12-13 maí.  Þáttakan í Gyllta glasinu í ár var frábær viðað við verðflokkinn, en alls skiluðu sér 113 vín til leiks frá 11 vínbirgjum.
Í ár skreyttum við dómarapanelinn með þekktum vínsérfræðingum, vínbirgjum, reyndum vínáhugamönnum innan veitingariðnaðarins ásamt kennurum við Hótel &Veitingaskóla Íslands og eigum við í Vínþjónasamtökunum þeirra bestu þakkir fyrir þáttökuna í þetta mjög svo krefjandi verkefni.

Alls voru það 30 manns sem blindsmökkuðu og dæmdu vínin samkvæmt Parker skala.  Yfirdómari var eins og fyrri ár Alba E H Hough margfaldur Íslandsmeistari vínþjóna ásamt sérstakri aðstoðarkonu sinni Sigrúnu Þormóðsdóttir og Ástþóri Sigurvinssyni og eiga þau endalausar þakkir fyrir að standa að stærstu og mest krefjandi blindmökkum sem fram fer á Íslandi ár hvert, svo má alls ekki gleyma Hilton Reykjavík Nordica fyrir þeirra hlut að útvega okkur fyrsta flokks aðstöðu, þjónustu með frábærum veitinginum.

10 hvítvín og 10 rauðvín urðu svo fyrir valinu og hlutu Gyllta glasið 2014. Vínin verða sérmerkt í Vínbúðum með merki Gyllta Glassins og gildir það fyrir árganginn sem fékk verðlaunin.

Verðlaunavín Gyllta Glasið 2014

Hvítvín:Verð:Vínbirgjar:
Trivento Golden Reseve Chardonnay 20132.999 krGlobus
Villa Maria Organic Cellar Sauvignon Blanc 20123.188 krKarl K Karlsson
Vicar´s Choice Pinot Gris 20132.499 krHaugen
Tiki Estate Sauvignon Blanc 20112.698 krBakkus
Tommasi Le Rosse Pinot Grigio 20132.499 krMekka
Torres Gran Vina Sol Chardonnay2.549krKarl K Karlsson
Villa Maria Organic Private Bin Sauvignon Blanc 20122.999 krKarl K Karlsson
Pfaff Gewurztraminer 20122.650 krRolf Johansen & Co
Willm Riesling Reserve 20132.499 krHaugen
Alphart Neuburger Hausber 20132.599 krHaugen
Rauðvín:
Peter Lehmann Portrait Shiraz 20122.599 krGlobus
Peter Lehmann Futures Shiraz 20093.199 krGlobus
Villa Maria Syrah Private Bin Hawkes Bay 20113.089 krKarl K Karlsson
Le Soleilla Petit Mars 20122.740 kr Vínekran
Altano Reserva Quinta do Ataide 20093.496 krBakkus
Tenuta Sant´Antonio Monti Garbi Ripasso 20112.999 krGlobus
Gérard Bertrand Grand Terroir Tautavel 20122.999 krGlobus
Rosemount Shiraz 20122.650 krÖlgerðin
Windham Bin 555 Shiraz 20122.599 krMekka
Carmenn Gran Reserva Cabernet Sauvignon 20102.699 krRolf Johansen & Co

 

 

Vínþjónasamtökin vilja þakka öllum birgjum fyrir frábæra þáttöku og óskum sigurvegurum til hamingju.

 

Logo - Vínþjónasamtök Íslandsf.h. Vínþjónasamtaka Íslands
Þorleifur Sigurbjörnsson
Ritari/gjaldkeri

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið