Keppni
Úrslitakeppnin Kokkur ársins 2022 – Þórir: „.. reikna má með að keppnin á morgun laugardag verði hrikaleg“

Það var Sigurjón Bragi Geirsson sem hreppti titilinn Kokkur ársins 2019. Rúnar Pierre Heriveaux í öðru sæti og Iðunn Sigurðardóttir í þriðja sæti.
Keppnin Kokkur ársins 2022 fer fram í Ikea á morgun laugardaginn 30. apríl. Eftir æsispennandi forkeppni sem fór fram í gær fimmtudaginn 28. apríl, sjá nánar hér, komust fimm matreiðslumenn áfram í lokakeppnina.
Úrslitakeppnin hefst kl. 11:00 í sérútbúnum keppniseldhúsum sem komið hefur verið fyrir á sjálfsafgreiðslulager Ikea.
„Forkeppnin var æsispennandi og reikna má með að keppnin á morgun laugardag verði hrikaleg.“
Segir Þórir Erlingsson forseti Klúbbs matreiðslumeistara. Gæði allra keppendanna sem tóku þátt í forkeppninni var slík að varla mátti á milli sjá hverjir myndu komast áfram sagði Þórir einnig.
Dregið hefur verið um í hvaða eldhúsi menn keppa í á morgun og er röðin hér að neðan sú röð sem menn keppa í. Fyrsti keppandi byrjar að elda kl. 11:00 sá næsti fimm mínútum síðar og svo koll af kolli.
Sama er upp á teningnum þegar keppendur skila fyrsta rétti, en eldhús 1 skilar kl. 16:00 og svo næsti fimm mínútum síðar.
Verðlaunaafhending verður svo klukkan 19:00
Eldhús 1. Rúnar Henriveaux, Veitingahúsinu OX
Eldhús 2. Gabríel Kristinn Bjarnason, Héðinn Restaurant
Eldhús 3. Hugi Rafn Stefánsson, keppandi í Bocuse d’or
Eldhús 4. Ísak Aron Jóhannsson, Lux veitingar
Eldhús 5. Kristinn Gísli Jónsson, Speilsalen Hotel Britannia Þrándheimi
Áhorfendum og viðskiptavinir Ikea sem eiga leið fram hjá keppniseldhúsunum á laugardaginn eftir að matreiðslumennirnir byrja að skila af sér réttum geta dottið í lukkupottinn og fengið að smakka af réttum meistaranna.
Mynd: aðsend

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Frétt11 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss