Keppni
Úrslitakeppni í Kokkur ársins 2018 fer fram í dag

Keppendur í úrslitum 2018.
F.v. Þorsteinn Geir Kristinsson Fiskfélaginu, Sigurjón Bragi Geirsson Garra, Iðunn Sigurðardóttir Matarkjallaranum, Bjartur Elí Friðþjófsson Grillmarkaðnum, Garðar Kári Garðarsson Deplar Farm.
Fimm manna úrslitakeppni í Kokkur ársins keppninni fer fram í Hörpu í dag, laugardag 24. febrúar. Keppendur sem munu keppa um titilinn Kokkur ársins 2018:
- Bjartur Elí Friðþjófsson, Grillmarkaðnum
- Garðar Kári Garðarsson, Eleven Experience- Deplar Farm
- Iðunn Sigurðardóttir, Matarkjallaranum
- Sigurjón Bragi Geirsson, Garra
- Þorsteinn Geir Kristinsson, Fiskfélaginu
Keppendur elda 3ja rétta matseðil úr svokallaðri leyni körfu (Mistery basket). Keppendur fengu að vita í gær hvaða hráefni eru í boði og hafa svo 5 klst til að undirbúa matinn. Verkefnið er að gera forrétt úr rauðsprettu, úthafsrækjum og sellerí. Aðalrétt úr nautalundum, nautakinnum og kálfabrisi og eftirrétturinn skal innihalda mysuost, súrmjólk, sítrónu timían og salthnetur. Húsið er opið fyrir alla gesti kl: 13 –18, eftir kl 18.00 er einungis opið fyrir þá sem hafa tryggt sér miða á kvöldverð samhliða keppninni þar sem Andri Freyr og Kokkalandsliðið munu sjá um stemninguna. Borgarstjóri Dagur B Eggertsson krýnir Kokk ársins 2018 í lok kvölds. Mynd: Sigurjón Ragnar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Frétt3 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu
-
Markaðurinn2 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel24 klukkustundir síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri





