Nemendur & nemakeppni
Úrslit úr nemakeppni Kornax 2015

F.v. Birgir Þór Sigurðsson (1. sæti), Íris Björk Óskarsdóttir (2. sæti), Anna María Guðmundsdóttir (3. sæti) og Gunnlaugur Ingason
Keppt var til úrslita í Nemakeppni Kornax í bakstri dagana 5.–6. mars í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi en forkeppni var haldin 26.–27. febrúar.
Sjö nemar tóku þátt í forkeppninni en fjögur kepptu til úrslita, þau Anna María Guðmundsdóttir, Mosfellsbakaríi, Birgir Þór Sigurjónsson, Passion, Gunnlaugur Ingason, Kökulist og Íris Björk Óskarsdóttir, Sveinsbakaríi.
Dómarar í úrslitakeppninni voru Daníel Kjartan Ármannsson, yfirdómari, Helgi Freyr Helgason og Hrafnhildur A. K. Sigurðardóttir. Dómarar voru sammála um að keppnin hafi aldrei verið glæsilegri og að mjótt hafi verið á munum, að því er fram kemur í nýjasta fréttabréfi Labak.
Úrslit urðu þau að Birgir Þór Sigurðsson varð í fyrsta sæti, Íris Björk Óskarsdóttir í öðru sæti og Anna María Guðmundsdóttir í því þriðja. Öllum keppendum er óskað innilega til hamingju með glæsilegan árangur.
Mynd: labak.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður





