Nemendur & nemakeppni
Úrslit úr nemakeppni Kornax 2015

F.v. Birgir Þór Sigurðsson (1. sæti), Íris Björk Óskarsdóttir (2. sæti), Anna María Guðmundsdóttir (3. sæti) og Gunnlaugur Ingason
Keppt var til úrslita í Nemakeppni Kornax í bakstri dagana 5.–6. mars í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi en forkeppni var haldin 26.–27. febrúar.
Sjö nemar tóku þátt í forkeppninni en fjögur kepptu til úrslita, þau Anna María Guðmundsdóttir, Mosfellsbakaríi, Birgir Þór Sigurjónsson, Passion, Gunnlaugur Ingason, Kökulist og Íris Björk Óskarsdóttir, Sveinsbakaríi.
Dómarar í úrslitakeppninni voru Daníel Kjartan Ármannsson, yfirdómari, Helgi Freyr Helgason og Hrafnhildur A. K. Sigurðardóttir. Dómarar voru sammála um að keppnin hafi aldrei verið glæsilegri og að mjótt hafi verið á munum, að því er fram kemur í nýjasta fréttabréfi Labak.
Úrslit urðu þau að Birgir Þór Sigurðsson varð í fyrsta sæti, Íris Björk Óskarsdóttir í öðru sæti og Anna María Guðmundsdóttir í því þriðja. Öllum keppendum er óskað innilega til hamingju með glæsilegan árangur.
Mynd: labak.is

-
Keppni2 dagar síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins – Spennandi helgi framundan
-
Keppni2 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Keppni1 dagur síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Keppni4 dagar síðan
Reykjavík Cocktail Week: Sjö dagar af kokteilum, stemningu og viðburðum – Hátíðin fer fram 31. mars – 6. apríl
-
Keppni20 klukkustundir síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun