Nemendur & nemakeppni
Úrslit úr nemakeppni Kornax 2015

F.v. Birgir Þór Sigurðsson (1. sæti), Íris Björk Óskarsdóttir (2. sæti), Anna María Guðmundsdóttir (3. sæti) og Gunnlaugur Ingason
Keppt var til úrslita í Nemakeppni Kornax í bakstri dagana 5.–6. mars í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi en forkeppni var haldin 26.–27. febrúar.
Sjö nemar tóku þátt í forkeppninni en fjögur kepptu til úrslita, þau Anna María Guðmundsdóttir, Mosfellsbakaríi, Birgir Þór Sigurjónsson, Passion, Gunnlaugur Ingason, Kökulist og Íris Björk Óskarsdóttir, Sveinsbakaríi.
Dómarar í úrslitakeppninni voru Daníel Kjartan Ármannsson, yfirdómari, Helgi Freyr Helgason og Hrafnhildur A. K. Sigurðardóttir. Dómarar voru sammála um að keppnin hafi aldrei verið glæsilegri og að mjótt hafi verið á munum, að því er fram kemur í nýjasta fréttabréfi Labak.
Úrslit urðu þau að Birgir Þór Sigurðsson varð í fyrsta sæti, Íris Björk Óskarsdóttir í öðru sæti og Anna María Guðmundsdóttir í því þriðja. Öllum keppendum er óskað innilega til hamingju með glæsilegan árangur.
Mynd: labak.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun12 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni14 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni3 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?