Vertu memm

Keppni

Úrslit úr keppninni Suðurlandsborgarinn 2009

Birting:

þann

Vinningshafar:
Jón Sölvi Ólafsson, Elín Guðmundsdóttir og Bjarki Hilmarsson
Á myndina vantar Hjördísi Þorfinnsdóttir

Keppnin fór fram sem hluti af “Vor í Árborg “ að Gónhól á Eyrarbakka síðastliðinn laugardag.

Til leiks voru skráðir 7 borgara:

  • Smáborgarinn
  • Lambahamborgari
  • Saltfisborgari
  • Algjör rófa
  • Tungnasvalur
  • Suðurlandsborgari með Skjálfta
  • Gónhólsborgarinn

Dómnefndin var skipuð Tómas Tómassyni Búllukóngi, Ísólfi Gylfa Pálmasyni ríkiskokki no 1 og sveitastjóra á Flúðum og Sverri Halldórsyni matreiðslumeistara.

Smakkað var blint og var virkilega gaman að upplifa frjótt hugmyndarflug þáttakenda og árræði í að prófa eitthvað nýtt.

Frumlegasti borgarinn er Algjör rófa ,höfundar Elín Guðmundsdóttir og Hjördís Þorfinnsdóttir.

Sunnlenskasti borgarinn er Lambahamborgarinn höfundur Jón Sölvi Ólafsson Yfirmatreiðslumaður á Hótel Geirlandi.

3. sæti er Suðurlandsborgari með Skjálfta höfundur Bjarki Hilmarsson yfirmatreiðslumeistari á Hótel Geysi

2. sæti er Lambahamborgarinn höfundur Jón Sölvi Ólafsson

1. sæti er Tungnasvalur höfundur Bjarki Hilmarsson

Er þetta frábært framtak þeirra Sunnlendingar í að gera borgurum hærra undir höfði, hafið þökk fyrir.

Mynd: Hilmar Björnsson

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið