Vertu memm

Keppni

Úrslit í Íslandsmóti matreiðslu- og framreiðslunema – Myndir

Birting:

þann

Íslandsmót matreiðslu- og framreiðslunema

F.v. Hinrik Örn Halldórsson, Marteinn Rastrick, Benedikt E. Birnuson og Ósk Dís Kristjánsdóttir

Íslandsmót matreiðslu- og framreiðslunema fór fram í gær, þriðjudaginn 1. nóvember, í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi. Keppnin var jafnframt forkeppni fyrir Norrænu nemakeppnina sem verður haldin í Osló dagana 21. og 22. apríl 2023.

Þátttakendur voru fimmtán, í matreiðslu kepptu sjö og átta í framreiðslu. Keppnin hófst kl. 14 og í matreiðslu var fyrsta réttinum skilað rétt fyrir 16 og fyrstu eftiréttinum um 16.15.

Íslandsmót matreiðslu- og framreiðslunema

Keppni í matreiðslu skiptist í tvo hluta, skriflegt próf og verklegan hluta þar sem nemarnir matreiddu tvo rétti: Forrétt sem innihélt rauðsprettu og aspas. Seinna verkefni nemanna var eftirréttur sem innihélt súkkulaði, piparkökur, appelsínur og bakstur að eigin vali.

Dómarar í matreiðslu voru Hinrik Carl Ellertsson, Jón Guðni Þórarinsson og Ívar Örn Hansen.

Íslandsmót matreiðslu- og framreiðslunema

Keppnin í framreiðslu skiptist í: a) skriflegt próf, b) blöndun drykkja, c) kvöldverðaruppdekkning fyrir tvo gesti, d) para vínseðil við matseðil, e) eldsteiking og g) fjögur mismunandi sérvettubrot.

Yfirdómari í keppni framreiðslunema var Ana Marta Montes Lage.

Sigurvegarar í keppni framreiðslunema voru:

Benedikt E. Birnuson

Ósk Dís Kristjánsdóttir

Sigurvegarar í keppni matreiðslunema voru:

Hinrik Örn Halldórsson

Marteinn Rastrick

Myndir: Sigurður Fjalar Jónsson og Sæbjörg Rut Guðmundsdóttir

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið smari@veitingageirinn.is Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið

Veitingageirinn.is - Allt um veitingageirann - Fréttavefur um mat og vín - Netfang: frettir@veitingageirinn.is
RSS - Molar