Frétt
Úrslit Embluverðlaunanna 2019
Embluverðlaunin voru veitt í gærkvöldi í Hörpu við hátíðlega athöfn. Danir, Finnar og Færeyingar hlutu tvenn verðlaun hver, Svíar ein verðlaun en Íslendingar, Norðmenn og Álandseyingar fóru tómhentir heim í ár. Embluverðlaunin, norrænu matarverðlaunin, eru samstarfsverkefni allra bændasamtaka á Norðurlöndunum og haldin á tveggja ára fresti.
Markmið þeirra er að upphefja norræna matarmenningu og vekja athygli á fólkinu sem býr til matinn okkar og lifir og hrærist í matvælageiranum.
Verðlaunin, sem eru sjö talsins, skiptust þannig:
Hráefnisframleiðandi Norðurlanda 2019
Færeyjar
Grøna Oyggin
Matvælafrumkvöðull Norðurlanda 2019
Svíþjóð
Bondens Skafferi
Matvælaiðnaðarmaður Norðurlanda 2019
Finnland
Ainoa Winery
Miðlun um mat 2019
Danmörk
Claus Meyer
Matur fyrir marga 2019
Danmörk
Anne-Birgitte Agger
Mataráfangastaður Norðurlanda 2019
Færeyjar
Gimburlombini – Nólsoy
Matur fyrir börn og ungmenni 2019
Finnland
Hävikki-battle – Food waste-battle, Motiva Oy
Alls voru ríflega 300 gestir viðstaddir verðlaunaveitinguna í Hörpu en samhliða Embluverðlaununum voru úrslit í kokkakeppnum Norðurlandanna, sem fóru fram í Hörpu, kunngjörð.
Íslendingar tefldu fram sjö fulltrúum til Embluverðlaunanna í ár en alls voru 48 tilnefndir frá öllum Norðurlöndunum í sjö flokkum. Um 130 erlendir gestir komu til Reykjavíkur í tengslum við Embluverðlaunin.
Tilnefndir frá Íslandi voru bændurnir á Erpsstöðum í Dölum og frá Vogabúinu í Mývatnssveit, Gísli Matthías Auðunsson matreiðslumaður, fyrirtækið Matartíminn, veitingadeild IKEA, Hákon Kjalar Herdísarson í Traustholtshólma og Íslensk hollusta.
Embluverðlaunin voru að þessu sinni haldin í samstarfi við Norrænu ráðherranefndina og Norrænu kokkahreyfinguna, NKF, en sú síðarnefnda hélt ársþing sitt í Reykjavík á sama tíma.
Sjá einnig: Matgæðingar frá Norðurlöndunum streyma á Embluverðlaunin
Nánari upplýsingar um sigurvegarana og alla tilnefnda til Embluverðlaunanna má nálgast á vef Emblu, www.emblafoodawards.com
Mynd: aðsend

-
Keppni2 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt4 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna1 dagur síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata