Markaðurinn
Uppskrift: Tortellini með skinku, sveppum og ostasósu
Tortellini með skinku og sveppaostasósu
(Fyrir 4)
1 pakki (250 g) tortellini fyllt með osti
1 skinkubréf
1 bakki sveppir
1 lítill laukur
2 msk. smjör
1 matreiðslurjómi frá Gott í matinn
1 Villisveppa kryddostur frá Gott í matinn
1 kjúklingateningur
Salt og pipar
Rifinn Óðals Feykir
Aðferð:
- Sjóðið pastaða samkvæmt leiðbeiningum
- Skerið skinku, sveppi og lauk og steikið á pönnu upp úr dálitlu smjöri þar til það mýkist og brúnast aðeins. Kryddið með pipar.
- Hellið matreiðslurjóma yfir, rífið sveppaostinn á rifjárni og bætið út í ásamt kjúklingateningi. Leyfið að malla á vægum hita í 5-10 mínútur þar til osturinn er bráðnaður. Smakkið til með pipar og salti.
- Bætið soðnu tortellini út í sósuna og berið fram með rifnum Óðals Feyki.
Skoða nánar á www.gottimatinn.is

-
Keppni4 dagar síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Keppni2 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025