Markaðurinn
Uppskrift – Pönnukökukaka
Pönnukökur uppskrift
400 g hveiti
40 g sykur
1 tsk. lyftiduft
½ tsk. matarsódi
½ tsk. salt
900 ml nýmjólk
100 g brætt smjör
4 egg (pískuð)
4 tsk. vanilludropar
Hrærið hveiti, sykri, lyftidufti, matarsóda og salti saman í skál.
Blandið um ¾ af mjólkinni saman við og hrærið þar til kekkjalaust.
Bætið þá bræddu smjöri, eggjum og vanilludropum út í og hrærið áfram vel, skafið niður á milli.
Að lokum má svo setja restina af mjólkinni saman við og hræra vel.
Steikið síðan þunnar kökur á pönnukökupönnu og leyfið aðeins að kólna niður áður en þið raðið kökunni saman.
Fylling í pönnukökuköku
750 ml rjómi frá Gott í matinn
3 tsk. flórsykur
1 tsk. vanillusykur
200 g jarðarber
200 g Nutella
Jarðarber til skrauts
Þeytið rjómann ásamt flórsykri og vanillusykri þar til hann er stífþeyttur.
Stappið jarðarberin gróft og blandið saman við rjómann.
Hitið Nutella aðeins í skál svo auðveldara verði að dreifa því yfir með skeið.
Setjið eina pönnuköku í botninn á um 20 cm smelluformi.
Næst setjið þið 4 pönnukökur á kantinn á forminu svo þær nái yfir kökuna á botninum, innan á allan kantinn og hangi fram af að utanverðu (c.a jafn mikið báðu megin).
Smyrjið næst þunnu lagi (um ½ cm) af rjóma á botninn, dreifið smá Nutella yfir og setjið næstu pönnuköku ofan á.
Endurtakið þar til síðasta pönnukakan er orðin jafn há forminu sem þið notið.
Náið þá í kökudisk og leggið ofan á formið á hvolfi, snúið við með því að halda fast við kökuformið og losið síðan smelluna og fjarlægið formið utan af kökunni.
Toppið með smá rjóma, Nutella og ferskum jarðarberjum.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni5 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin