Markaðurinn
Uppskrift – Pönnukökukaka
Pönnukökur uppskrift
400 g hveiti
40 g sykur
1 tsk. lyftiduft
½ tsk. matarsódi
½ tsk. salt
900 ml nýmjólk
100 g brætt smjör
4 egg (pískuð)
4 tsk. vanilludropar
Hrærið hveiti, sykri, lyftidufti, matarsóda og salti saman í skál.
Blandið um ¾ af mjólkinni saman við og hrærið þar til kekkjalaust.
Bætið þá bræddu smjöri, eggjum og vanilludropum út í og hrærið áfram vel, skafið niður á milli.
Að lokum má svo setja restina af mjólkinni saman við og hræra vel.
Steikið síðan þunnar kökur á pönnukökupönnu og leyfið aðeins að kólna niður áður en þið raðið kökunni saman.
Fylling í pönnukökuköku
750 ml rjómi frá Gott í matinn
3 tsk. flórsykur
1 tsk. vanillusykur
200 g jarðarber
200 g Nutella
Jarðarber til skrauts
Þeytið rjómann ásamt flórsykri og vanillusykri þar til hann er stífþeyttur.
Stappið jarðarberin gróft og blandið saman við rjómann.
Hitið Nutella aðeins í skál svo auðveldara verði að dreifa því yfir með skeið.
Setjið eina pönnuköku í botninn á um 20 cm smelluformi.
Næst setjið þið 4 pönnukökur á kantinn á forminu svo þær nái yfir kökuna á botninum, innan á allan kantinn og hangi fram af að utanverðu (c.a jafn mikið báðu megin).
Smyrjið næst þunnu lagi (um ½ cm) af rjóma á botninn, dreifið smá Nutella yfir og setjið næstu pönnuköku ofan á.
Endurtakið þar til síðasta pönnukakan er orðin jafn há forminu sem þið notið.
Náið þá í kökudisk og leggið ofan á formið á hvolfi, snúið við með því að halda fast við kökuformið og losið síðan smelluna og fjarlægið formið utan af kökunni.
Toppið með smá rjóma, Nutella og ferskum jarðarberjum.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel24 klukkustundir síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn4 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn1 dagur síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn4 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni







