Uppskriftir
Uppskrift – Osso bucco með hvítlaukskartöflumús, steiktum gulrótum og piparrót
Uppskriftin er fyrir 4
-
4 stk Osso bucco
-
100 gr hveiti
-
1 stk laukur (skrældur og fínt skorin)
-
200 gr gulrætur (skrældar og gróft skornar)
-
4 sellerístilkar (fínt skornir)
-
4 hvítlauksgeirar (gróft skornir)
-
1 Líter vatn
-
1 teningur kjötkraftur
-
400 gr tómatar í dós
-
2 stk lárviðarlauf
-
350 ml rauðvín
-
Sósujafnari
-
Sjávarsalt
-
Svartur pipar
-
Sítrónusafi
-
Sjávarsalt
-
Svartur pipar úr kvörn
-
Ólífuolía til steikingar
-
Piparrót
Hitið stóran pott með olíu í botninum. Veltið osso bucco-inu upp úr hveitinu og steikið í ca 2 min á hvorri hlið. Bætið grænmetinu út í pottinn og og steikið með í ca 2 min.
Hellið rauðvíninu út í og látið það sjóða niður um helming. Bætið tómati, vatni, lárviðarlaufum og kjötkrafti út í og látið allt sjóða við væga suðu í 2,5 tíma eða þar til kjötið er orðið meyrt.
Takið kjötið upp úr soðinu og sigtið vökvann í gegnum sigti yfir í annan pott. Hitið upp á vökvanum og smakkið til með rauðvíni, kjötkrafti og salti og pipar.
Þykkið sósuna eftir smakk og ausið henni yfir osso bucco-ið áður en þið berið það fram.
Rífið í lokinn vel af piparrót yfir kjötið og berið það fram með kartöflumúsinni.
Hvítlaukskartöflumús
-
4 stk bökunarkartöflur (bakaðar og afhýddar)
-
250 ml rjómi
-
4 msk gróft skorin ítölsk steinselja
-
1 stk hvítlauksgeiri (fínt rifinn)
-
sjávarsalt
Setjið rjómann út í pottinn ásamt fínt rifna hvítlauknum og látið hann sjóða varlega í 5 mín. Bætið bökunarkartöflunum út í, blandið öllu vel saman og smakkið til með saltinu. Hrærið steinseljunni útí í lokinn.
Steiktar gulrætur
-
4 gulrætur ca 500 gr (skrældar og skornar í teninga)
-
ólífuolía til steikingar
-
1 msk smjör
-
2 msk gróft skorin steinselja
-
Sjávarsalt
-
Svartur pipar úr kvörn
Hitið pönnu með ólífuolíu og setjið gulræturnar á pönnuna og steikið þar til þær eru mjúkar í gegn. Kryddið með salti og pipar og blandið steinseljunni saman við í lokinn.
Mynd og höfundur: Eyþór Rúnarsson matreiðslumeistari
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðan
Spennandi tækifæri
-
Frétt1 dagur síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins