Markaðurinn
Uppskrift: Einföld og fljótleg mexíkósk kjúklingabaka með kotasælu
Það veitir svo sannarlega ekki af því að fá hugmyndir að einföldum og bragðgóðum kvöldmat sem hentar allri fjölskyldunni. Þessi kjúklingabaka er með einfaldari kjúklingaréttum sem hægt er að útbúa og að auki er hann ótrúlega góður og stútfullur af próteini.
Það er hægt að flýta enn meira fyrir sér og nota kjöt af tilbúnum kjúklingi sem hægt er að grípa með sér í mörgum verslunum eða jafnvel nota afganga sem gætu leynst í kælinum.
Kotasælan og rjómaosturinn sjá til þess að rétturinn sé extra djúsí og próteinríkur.
Innihald:
500 g kotasæla frá MS
100 g rjómaostur með svörtum pipar
1 bréf tacokrydd
350 g eldaður kjúklingur, rifinn
85 g maískorn
½ rauð paprika
7 cm blaðlaukur, græni hlutinn
50 g rifinn ostur
Ofan á:
100 g rifinn ostur
50 g mexíkósk rifin ostablanda
Nokkrar nachosflögur, muldar
Ferskt kóríander, má sleppa
Aðferð:
- Hitið ofninn í 210°C blástur.
- Rífið niður kjúklinginn og skerið grænmetið. Ég notaði eldaðar kjúklingabringur en það er einnig ljómandi gott að nota kjöt af tilbúnum elduðum kjúkling.
- Setjið kotasælu, rjómaost og tacokrydd saman í skál og blandið saman með töfrasprota.
- Blandið kjúklingnum, rifna ostinum og grænmetinu saman við kotasælublönduna.
- Smyrjið út í eldfast form og toppið með rifnum ostur, mexíkóskri ostablöndu og muldum nachos flögum.
- Bakið í ofni í 25-30 mín. Takið fatið út og stráið söxuðu fersku kóríander yfir ef vill.
- Berið fram með hrísgrjónum, nachosflögum, maískorni, salsa, sýrðum rjóma og fersku kóríander
Skoða nánar á www.gottimatinn.is

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðan
Hlaðvarpið sem fagmenn í veitingageiranum elska – MatMenn bjóða upp á innsýn í bransann
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas