Uncategorized @is
Unnur keppir í dag

Keppendur skoðuðu kryddjurtagarðinn hjá Hótel- og veitingaskólanum í Valby í Danmörku.
Að því loknu fékk hver keppandi að tína jurtir til að nota í réttina sína í dag.
Í dag fer fram keppnin Deaf Chef í Hótel- og veitingaskólanum í Valby í Danmörku og fulltrúi Íslands er Unnur Pétursdóttir matreiðslumaður.
Dagurinn í gær fór í mestu að kynnast öðrum keppendum og kanna aðstæður í eldhúsinu. Keppendur koma frá löndum Danmörku, Svíþjóð, Englandi, Frakklandi, Spáni, Kanada og Bandaríkjunum. Eftir að keppendur höfðu skoðað eldhúsið var farið á veitingastaðinn Papirøen street food Copenhagen í kvöldmat.
Unnur er númer sex í röðinni og byrjar klukkan 09:20 og þarf að útbúa þriggja rétta kvöldverð, 5 diska fyrir hvern rétt og einn sýningardisk og skilar eftirréttinum klukkan 15:10 í dag.
Matseðill Unnar er:
Í forrétt verður þorskrúlla með dillolíu-þorskfarsi, ostrursalati, sellerí mauk, ætiþistla teninga, shallot lauk, brenndan blaðlauk, fiskósu og dill.
Í aðalréttinum ætlar Unnur að vera með kanínarúllu, kanínu confit, rauðlauksultu, sinnep, kartöflur með blaðlauks fyllingu, grænafroðu, Rauðvínsósu með svínatungu, gulrótamauk og kerfil.
Eftirrétturinn inniheldur valhnetu deig, Créme anglaise, epli, hunangsfrauð, valhnetu crumble, eplakúlu, karamellu og tuile.
Fleira tengt efni:
Unnur er komin til Danmerkur – Með nær 100 kíló af eldhúsgræjum í farangrinum
Unnur Pétursdóttir keppir í Deaf Chef í Danmörku
Myndir: Unnur Pétursdóttir

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni4 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt3 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Panera Bread lokar tveimur bakaríum í Kaliforníu og segir upp 350 starfsmönnum
-
Markaðurinn1 dagur síðan
90 cm gaseldavél til sölu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Lykill að starfsánægju: Hvernig forðumst við kulnun og eflum lífskraftinn?