Uncategorized @is
Unnur keppir í dag
Í dag fer fram keppnin Deaf Chef í Hótel- og veitingaskólanum í Valby í Danmörku og fulltrúi Íslands er Unnur Pétursdóttir matreiðslumaður.
Dagurinn í gær fór í mestu að kynnast öðrum keppendum og kanna aðstæður í eldhúsinu. Keppendur koma frá löndum Danmörku, Svíþjóð, Englandi, Frakklandi, Spáni, Kanada og Bandaríkjunum. Eftir að keppendur höfðu skoðað eldhúsið var farið á veitingastaðinn Papirøen street food Copenhagen í kvöldmat.
Unnur er númer sex í röðinni og byrjar klukkan 09:20 og þarf að útbúa þriggja rétta kvöldverð, 5 diska fyrir hvern rétt og einn sýningardisk og skilar eftirréttinum klukkan 15:10 í dag.
Matseðill Unnar er:
Í forrétt verður þorskrúlla með dillolíu-þorskfarsi, ostrursalati, sellerí mauk, ætiþistla teninga, shallot lauk, brenndan blaðlauk, fiskósu og dill.
Í aðalréttinum ætlar Unnur að vera með kanínarúllu, kanínu confit, rauðlauksultu, sinnep, kartöflur með blaðlauks fyllingu, grænafroðu, Rauðvínsósu með svínatungu, gulrótamauk og kerfil.
Eftirrétturinn inniheldur valhnetu deig, Créme anglaise, epli, hunangsfrauð, valhnetu crumble, eplakúlu, karamellu og tuile.
Fleira tengt efni:
Unnur er komin til Danmerkur – Með nær 100 kíló af eldhúsgræjum í farangrinum
Unnur Pétursdóttir keppir í Deaf Chef í Danmörku
Myndir: Unnur Pétursdóttir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Spennandi tækifæri
-
Frétt1 dagur síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Pistlar14 klukkustundir síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s