Markaðurinn
Um þúsund manns heimsóttu sýninguna Matur og vín – Myndir
„Við erum ótrúlega stolt af sýningunni okkar Matur og Vín 2024, en í kringum þúsund manns komu við á fimmtudagskvöldið síðastliðið. Sýningin var haldin í höfuðstöðvum Innnes í Korngörðum 3, þar sem búið var að gera matsalinn okkar að flottu sýningarrými, búið að tjalda á útisvæðinu og barinn og sýningareldhúsið sett í partýbúning.“
Segir Jóhanna Ýr Hallgrímsdóttir markaðsstjóri Innnes.
„Það var ótrúlega gaman að sjá svona marga birgja koma saman og fá að deila ástríðu sinni með viðskiptavinum og áhugafólki. En það voru 45 birgjar sem komu og voru á svæðinu til að sýna og segja frá sínum vörum, mestmegnis voru þetta vín og drykkjar birgjar.
- Þórður markaðsstjóri Innnes og Giovanni Vismara frá Gran Brianza
- Viktor Sveinsson, Kristján Jens og Hjörleifur Davíðsson
- Skírnir Valur Márusson að kynna Los Tres Tonos tequila
Aðalsvæðinu var skipt eftir löndum og voru veitingarnar paraðar vel við hvert svæði. Gestir sýningarinnar gátu fengið að smakka vín allstaðar að úr heiminum og gátu svo gætt sér á dýrindis veitingum eins og sushi, pasta sem velt var upp úr parmareggio hjóli og svo voru auðvitað ostrur og kavíar sem hægt var að para við kampavín.
Útisvæðið okkar var líka vinsælt en þar mátti finna stöðvar með pizzu, frönskum og tacos. Svo var hægt að ganga á milli og smalla mismunandi bjóra t.d Stellu, Corona, Ölvisholt og Crabbies engiferbjórinn. Á grillinu stóðu fulltrúar frá Ekri og John Stone vaktina og gáfu gestum smakk af dýrindis kálfa og nautakjöti.
- Street food svæði
- Street food svæði
Barþjónar frá Reykjavik Cocktails stóðu vaktina á barnum og töfruðum fram glæsilega kokteila, Dóra Júlía sá til þess að halda uppi stemmingunni og inn í sýningareldhúsinu voru starfsmenn Innnes búnir að stilla upp flottum pinnamat fyrir gestina.
- Sindri Guðbrandur og Sigurjón Bragi landsliðskokkar og matreiðslumeistarar
- Jose frá Ekro birgjanum og Úlfar Finnbjörnsson
- Heiðrún Mjöll
Við erum ótrúlega þakklát fyrir viðtökurnar sem við fengum og vonum að allir þeir sem mættu hafi skemmt sér vel og fræðst aðeins meira um vöruvalið hjá okkur í Innnes. Nú er bara að byrja að undirbúa næstu sýningu.“
- Þórir og Jóhann á ísvagninum
- Dóra Júlía
Ljósmyndir tók Þorgeir Ólafsson (Toggi)

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðan
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas
-
Frétt4 dagar síðan
Eggjaverð í Bandaríkjunum í hæstu hæðum – stangast á við fullyrðingar Donald Trumps