Markaðurinn
Um þúsund manns heimsóttu sýninguna Matur og vín – Myndir
„Við erum ótrúlega stolt af sýningunni okkar Matur og Vín 2024, en í kringum þúsund manns komu við á fimmtudagskvöldið síðastliðið. Sýningin var haldin í höfuðstöðvum Innnes í Korngörðum 3, þar sem búið var að gera matsalinn okkar að flottu sýningarrými, búið að tjalda á útisvæðinu og barinn og sýningareldhúsið sett í partýbúning.“
Segir Jóhanna Ýr Hallgrímsdóttir markaðsstjóri Innnes.
„Það var ótrúlega gaman að sjá svona marga birgja koma saman og fá að deila ástríðu sinni með viðskiptavinum og áhugafólki. En það voru 45 birgjar sem komu og voru á svæðinu til að sýna og segja frá sínum vörum, mestmegnis voru þetta vín og drykkjar birgjar.
Aðalsvæðinu var skipt eftir löndum og voru veitingarnar paraðar vel við hvert svæði. Gestir sýningarinnar gátu fengið að smakka vín allstaðar að úr heiminum og gátu svo gætt sér á dýrindis veitingum eins og sushi, pasta sem velt var upp úr parmareggio hjóli og svo voru auðvitað ostrur og kavíar sem hægt var að para við kampavín.
Útisvæðið okkar var líka vinsælt en þar mátti finna stöðvar með pizzu, frönskum og tacos. Svo var hægt að ganga á milli og smalla mismunandi bjóra t.d Stellu, Corona, Ölvisholt og Crabbies engiferbjórinn. Á grillinu stóðu fulltrúar frá Ekri og John Stone vaktina og gáfu gestum smakk af dýrindis kálfa og nautakjöti.
Barþjónar frá Reykjavik Cocktails stóðu vaktina á barnum og töfruðum fram glæsilega kokteila, Dóra Júlía sá til þess að halda uppi stemmingunni og inn í sýningareldhúsinu voru starfsmenn Innnes búnir að stilla upp flottum pinnamat fyrir gestina.
Við erum ótrúlega þakklát fyrir viðtökurnar sem við fengum og vonum að allir þeir sem mættu hafi skemmt sér vel og fræðst aðeins meira um vöruvalið hjá okkur í Innnes. Nú er bara að byrja að undirbúa næstu sýningu.“
Ljósmyndir tók Þorgeir Ólafsson (Toggi)
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt2 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum