Kokkalandsliðið
Tveir af færustu kokkum Íslands verða gestakokkar á Strikinu á Akureyri
Nú um helgina 25. og 26. október verður sannkölluð sælkeraveisla á Strikinu á Akureyri þar sem tveir af færustu matreiðslumönnum íslands verða gestakokkar á Strikinu, en það eru þau Hrefna Sætran og Axel Björn.
Hrefna er einn af okkar fremstu matreiðslumönnum og á og rekur tvo af vinsælustu veitingahúsum Reykjavíkur Fiskmarkaðinn og Grillmarkaðinn. Hrefna hefur verið mikið í sviðsljósinu á sjónvarpskjánum, gefið út matreiðslubækur ásamt því að vera meðlimur í Kokkalandsliðinu um langt skeið.
Axel Björn er yfirkokkur á Fiskmarkaðinum og hefur mótað stefnu hans síðastliðinn tvö ár, hann útskrifaðist af Grand hótel og þaðan lá leið hans til Hrefnu og stýrir hann nú Fiskmarkaðinum sem er einn af betri stöðum landsins. Axel er meðlimur í Kokkalandsliðinu.
Þau hafa sett saman þriggja rétta matseðill þar sem þú velur þína leið á markaðinn:
Forréttir
Humarsúpa krydduð með mandarinum og kókos
Rækju tempura með jalapeno- yuzu dressingu, wakame salati og sætum melónum
Aðalréttir
Grillaður lax með steinseljurótarmauki, epla-og fennel vinagrette og radísum
Nautalund með chilli bernaise, asahi franskar og snöggsteikt bok choy
Eftirréttir
Volg súkkulaðikaka með appelsínu- og lime laufum í kardommusíropi, stökkri karamellu og appelsinu-vanillu ís
Ostakaka með passion sósu, rice crispies marengs og passion sorbet
Verð á herlegheitunum er:
Naut 8.700 kr
Lax 7.400 kr
Þú velur þinn eiginn forrétt og eftirrétt.
Pantaðu borð hér eða hringdu í síma 462-7100
Mynd: aðsend
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni22 klukkustundir síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati