Uppskriftir
Tvær uppskriftir – Venjulegar kleinur og heilhveitikleinur
Kleinur
1,1 kg hveiti
300 gr sykur
5 tsk lyftiduft
1 tsk hjartarsalt
120 gr smjörlíki
5 tsk kardimommudropar
3 stk egg
4 dl óhrært skyr
4 dl ab-mjólk
Aðferð
Setjið þurrefnin í stóra skál og myljið smjörlíkið saman við það með höndunum. Hrærið eggjunum síðan léttsaman við deigið og blandið skyrinu og ab-mjólkinni smátt og smátt saman við. Hnoðið deigið en alls ekki of mikið því þá verður það seigt.
Heilhveitikleinur
4 bollar heilhveiti
2 bollar hveiti
1 bolli sykur
200 gr smjörlíki
4 tsk lyftiduft
2 tsk hjartarsalt
1/2 lítri súrmjólk
Aðferð:
Þurrefnunum blandað saman, smjörlíkið mulið saman við og vætt í með súrmjólk.
Hnoðað og flatt út og kleinur mótaðar á venjulegan hátt.
Kleinurnar eru síðan steiktar í djúpsteikingarfeiti.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel24 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni24 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Markaðurinn10 klukkustundir síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi