Vertu memm

Uppskriftir

Tvær uppskriftir – Venjulegar kleinur og heilhveitikleinur

Birting:

þann

Kleinur og mysingskrem

Kleinur og mysingskrem.
Klassísku íslensku kleinurnar að hætti veitingastaðarins Mat og drykk, bornar fram með mysingskremi.
Mynd: Theodór Páll

Kleinur

1,1 kg hveiti
300 gr sykur
5 tsk lyftiduft
1 tsk hjartarsalt
120 gr smjörlíki
5 tsk kardimommudropar
3 stk egg
4 dl óhrært skyr
4 dl ab-mjólk

Aðferð
Setjið þurrefnin í stóra skál og myljið smjörlíkið saman við það með höndunum. Hrærið eggjunum síðan léttsaman við deigið og blandið skyrinu og ab-mjólkinni smátt og smátt saman við. Hnoðið deigið en alls ekki of mikið því þá verður það seigt.

Heilhveitikleinur

4 bollar heilhveiti
2 bollar hveiti
1 bolli sykur
200 gr smjörlíki
4 tsk lyftiduft
2 tsk hjartarsalt
1/2 lítri súrmjólk

Aðferð:
Þurrefnunum blandað saman, smjörlíkið mulið saman við og vætt í með súrmjólk.

Hnoðað og flatt út og kleinur mótaðar á venjulegan hátt.

Kleinurnar eru síðan steiktar í djúpsteikingarfeiti.

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið