Uppskriftir
Tvær uppskriftir – Venjulegar kleinur og heilhveitikleinur
Kleinur
1,1 kg hveiti
300 gr sykur
5 tsk lyftiduft
1 tsk hjartarsalt
120 gr smjörlíki
5 tsk kardimommudropar
3 stk egg
4 dl óhrært skyr
4 dl ab-mjólk
Aðferð
Setjið þurrefnin í stóra skál og myljið smjörlíkið saman við það með höndunum. Hrærið eggjunum síðan léttsaman við deigið og blandið skyrinu og ab-mjólkinni smátt og smátt saman við. Hnoðið deigið en alls ekki of mikið því þá verður það seigt.
Heilhveitikleinur
4 bollar heilhveiti
2 bollar hveiti
1 bolli sykur
200 gr smjörlíki
4 tsk lyftiduft
2 tsk hjartarsalt
1/2 lítri súrmjólk
Aðferð:
Þurrefnunum blandað saman, smjörlíkið mulið saman við og vætt í með súrmjólk.
Hnoðað og flatt út og kleinur mótaðar á venjulegan hátt.
Kleinurnar eru síðan steiktar í djúpsteikingarfeiti.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt1 dagur síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt5 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Keppni2 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum