Uppskriftir
Tvær uppskriftir – Venjulegar kleinur og heilhveitikleinur

Kleinur og mysingskrem.
Klassísku íslensku kleinurnar að hætti veitingastaðarins Mat og drykk, bornar fram með mysingskremi.
Mynd: Theodór Páll
Kleinur
1,1 kg hveiti
300 gr sykur
5 tsk lyftiduft
1 tsk hjartarsalt
120 gr smjörlíki
5 tsk kardimommudropar
3 stk egg
4 dl óhrært skyr
4 dl ab-mjólk
Aðferð
Setjið þurrefnin í stóra skál og myljið smjörlíkið saman við það með höndunum. Hrærið eggjunum síðan léttsaman við deigið og blandið skyrinu og ab-mjólkinni smátt og smátt saman við. Hnoðið deigið en alls ekki of mikið því þá verður það seigt.
Heilhveitikleinur
4 bollar heilhveiti
2 bollar hveiti
1 bolli sykur
200 gr smjörlíki
4 tsk lyftiduft
2 tsk hjartarsalt
1/2 lítri súrmjólk
Aðferð:
Þurrefnunum blandað saman, smjörlíkið mulið saman við og vætt í með súrmjólk.
Hnoðað og flatt út og kleinur mótaðar á venjulegan hátt.
Kleinurnar eru síðan steiktar í djúpsteikingarfeiti.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn5 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun24 klukkustundir síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Frétt4 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn3 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays





