Frétt
Túnfiskfestival á Sushi Social
Japanski kaítaímeistarinn Nobuyuki Tajiri er staddur hér á landi á vegum Sushi Social í tilefni Túnfiskfestivals sem veitingastaðurinn heldur dagana 23. – 27. október. Sérstakur matseðill festivalsins samanstendur af hinum ýmsu túnfiskréttum en hráefnið er af 153 kg bláuggatúnfisk sem Sushi Social lét sérinnflytja til landsins.
Tajiri sem starfar á veitingastaðnum Belfagó í Barcelona er einn besti túnfisskurðarmaður heims og ætlar að sýna boðsgestum meistaratakta við að hluta túnfiskinn niður eftir öllum kúnstarinnar reglum.
Það var Innnes sem annaðist innflutninginn á túnfisknum fyrir Sushi Social.
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Markaðurinn2 dagar síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Keppni2 dagar síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
-
Frétt4 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Keppni3 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Uppskriftir2 dagar síðanAurore hjá Sweet Aurora deilir uppskrift með lesendum veitingageirans
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSjónvarpskokkurinn James Martin tapar í vörumerkjadeilu
-
Vín, drykkir og keppni20 klukkustundir síðanStemningsmyndir frá Kalda bar þegar tilnefningar BCA voru kynntar







