Frétt
Túnfiskfestival á Sushi Social
Japanski kaítaímeistarinn Nobuyuki Tajiri er staddur hér á landi á vegum Sushi Social í tilefni Túnfiskfestivals sem veitingastaðurinn heldur dagana 23. – 27. október. Sérstakur matseðill festivalsins samanstendur af hinum ýmsu túnfiskréttum en hráefnið er af 153 kg bláuggatúnfisk sem Sushi Social lét sérinnflytja til landsins.
Tajiri sem starfar á veitingastaðnum Belfagó í Barcelona er einn besti túnfisskurðarmaður heims og ætlar að sýna boðsgestum meistaratakta við að hluta túnfiskinn niður eftir öllum kúnstarinnar reglum.
Það var Innnes sem annaðist innflutninginn á túnfisknum fyrir Sushi Social.
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið1 dagur síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn4 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt3 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn2 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays







