Sigurður Már Guðjónsson
Tugir íslenskra bakara á stærstu sýningu í heiminum á sviði bakaraiðnar og konditori
Dagana 12- 17. september síðastliðinn var fagsýningin IBA 2015 haldin í München. Sýningin var staðsett að vanda á Messegelände München og fyllti hún heilar 12 hallir að þessu sinni.
Það voru 1255 fyrirtæki frá 58 löndum sem sýndu vörur sýnar og þjónustu og 77.500 gestir frá 164 löndum heimsóttu sýninguna. Sýningin er sú stærsta í heiminum á sviði bakaraiðnar og konditori og er mjög alþjóðleg í alla staði og til gamans má nefna að 61% gesta sýningarinnar komu erlendis frá og 39% frá þýskalandi. Sömu sögu má segja um sýnendur en 59% þeirra komu erlendis frá og eykst hluti kínverskra sýnenda meir og meir.
Mikill fjöldi íslenskra bakara á sýningunni
Hver einasta sýningarhöll var með sýna sérstöðu, en mesta lífið var í höll B3 þar iðaði allt af lífi frá opnun til lokunar.
Ástæða þess var sú að þar voru landsamband þýskra handverksbakara og þýska konditorsambandið með bása sýna. Alla daga var keppt í bakstri í umræddri höll og ekki var þverfótað fyrir áhugasömu fólki á öllum aldri. Mikill fjöldi íslenskra bakara var líka á sýningunni eða milli 30 og 40 manns.
Flóttamannastraumur til borgarinnar sett sitt mark á sýninguna
Það verður að segja að hinn mikli flóttamannastraumur til borgarinnar sett sitt mark á sýninguna. Aðalbrautarstöðin var full af fólki sem síðan var flutt í tómu hallirnar á sýningarsvæðinu.
-
Uppskriftir6 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt5 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður